Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.

Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
„Viss hvati“ að taka upp á Selfossi Sigurjón Kjartansson, leikari og framleiðandi Áramótaskaupsins, sagði í síðustu viku að „viss hvati“ hafi verið fyrir því að taka það upp á Selfossi. Meðeigandi að framleiðslufyrirtækinu er fyrirtækið Sigtún sem byggir og á nýja miðbæinn á Selfossi og er Kristján Vilhelmsson í Samherja stærsti eigandi félagsins.

Tökur á Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins í ár fóru að hluta til fram á Selfossi en eins og Stundin greindi frá í síðustu viku þá er framleiðslufyrirtækið sem býr skaupið til í helmingseigu fyrirtækisins Sigtúns sem byggir og á nýja miðbæinn. Útgerðarmaðurinn Kristján Vilhelmsson í Samherja er stærsti eigandi Sigtúns og einn þeirra sem fjármagnar rekstur félagsins. Leikarinn og handritshöfundurinn, Sigurjón Kjartansson, stofnaði framleiðslufyrirtækið, S800 ehf., og á það ásamt Sigtúni. Nafnið á framleiðslufyrirtækinu vísar til póstnúmers Selfoss. 

Í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu í síðustu viku sagði Sigurjón  að tekin hafi verið ákvörðun um að taka ákveðnar senur Skaupsins upp á Selfossi. „Það var viss hvati að koma hingað.“ Sigurjón útskýrði ekki nánar í viðtalinu hvað hann átti við með þessum orðum. 

„Þannig að við þurftum að fara út á land og Selfoss var auðvitað efst á blaði.“
Eiður Birgisson
annar af framleiðendum …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár