Tökur á Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins í ár fóru að hluta til fram á Selfossi en eins og Stundin greindi frá í síðustu viku þá er framleiðslufyrirtækið sem býr skaupið til í helmingseigu fyrirtækisins Sigtúns sem byggir og á nýja miðbæinn. Útgerðarmaðurinn Kristján Vilhelmsson í Samherja er stærsti eigandi Sigtúns og einn þeirra sem fjármagnar rekstur félagsins. Leikarinn og handritshöfundurinn, Sigurjón Kjartansson, stofnaði framleiðslufyrirtækið, S800 ehf., og á það ásamt Sigtúni. Nafnið á framleiðslufyrirtækinu vísar til póstnúmers Selfoss.
Í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu í síðustu viku sagði Sigurjón að tekin hafi verið ákvörðun um að taka ákveðnar senur Skaupsins upp á Selfossi. „Það var viss hvati að koma hingað.“ Sigurjón útskýrði ekki nánar í viðtalinu hvað hann átti við með þessum orðum.
„Þannig að við þurftum að fara út á land og Selfoss var auðvitað efst á blaði.“
Athugasemdir