Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.

Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
„Viss hvati“ að taka upp á Selfossi Sigurjón Kjartansson, leikari og framleiðandi Áramótaskaupsins, sagði í síðustu viku að „viss hvati“ hafi verið fyrir því að taka það upp á Selfossi. Meðeigandi að framleiðslufyrirtækinu er fyrirtækið Sigtún sem byggir og á nýja miðbæinn á Selfossi og er Kristján Vilhelmsson í Samherja stærsti eigandi félagsins.

Tökur á Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins í ár fóru að hluta til fram á Selfossi en eins og Stundin greindi frá í síðustu viku þá er framleiðslufyrirtækið sem býr skaupið til í helmingseigu fyrirtækisins Sigtúns sem byggir og á nýja miðbæinn. Útgerðarmaðurinn Kristján Vilhelmsson í Samherja er stærsti eigandi Sigtúns og einn þeirra sem fjármagnar rekstur félagsins. Leikarinn og handritshöfundurinn, Sigurjón Kjartansson, stofnaði framleiðslufyrirtækið, S800 ehf., og á það ásamt Sigtúni. Nafnið á framleiðslufyrirtækinu vísar til póstnúmers Selfoss. 

Í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu í síðustu viku sagði Sigurjón  að tekin hafi verið ákvörðun um að taka ákveðnar senur Skaupsins upp á Selfossi. „Það var viss hvati að koma hingað.“ Sigurjón útskýrði ekki nánar í viðtalinu hvað hann átti við með þessum orðum. 

„Þannig að við þurftum að fara út á land og Selfoss var auðvitað efst á blaði.“
Eiður Birgisson
annar af framleiðendum …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár