Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta

Einn töku­dag­ur í Ára­móta­s­kaup­inu fór fram á sjúkra­hús­inu og í leik­hús­inu á Sel­fossi. Sig­ur­jón Kjart­ans­son, eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir eng­ar tök­ur hafa far­ið fram ut­an­dyra. Guð­jón Arn­gríms­son, hjá Sig­túni, seg­ir að fast­eigna­fé­lag­ið skipti sér ekk­ert að fram­leiðslu Skaups­ins og að fyr­ir­tæk­ið hafi ver­ið stofn­að til að gera aðra sjón­varpþáttaseríu sem teng­ist Sel­fossi óbeint.

Skaupið og félag Kristjáns í Samherja: Tökur fóru fram á Selfossi að hluta
„Viss hvati“ að taka upp á Selfossi Sigurjón Kjartansson, leikari og framleiðandi Áramótaskaupsins, sagði í síðustu viku að „viss hvati“ hafi verið fyrir því að taka það upp á Selfossi. Meðeigandi að framleiðslufyrirtækinu er fyrirtækið Sigtún sem byggir og á nýja miðbæinn á Selfossi og er Kristján Vilhelmsson í Samherja stærsti eigandi félagsins.

Tökur á Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins í ár fóru að hluta til fram á Selfossi en eins og Stundin greindi frá í síðustu viku þá er framleiðslufyrirtækið sem býr skaupið til í helmingseigu fyrirtækisins Sigtúns sem byggir og á nýja miðbæinn. Útgerðarmaðurinn Kristján Vilhelmsson í Samherja er stærsti eigandi Sigtúns og einn þeirra sem fjármagnar rekstur félagsins. Leikarinn og handritshöfundurinn, Sigurjón Kjartansson, stofnaði framleiðslufyrirtækið, S800 ehf., og á það ásamt Sigtúni. Nafnið á framleiðslufyrirtækinu vísar til póstnúmers Selfoss. 

Í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu í síðustu viku sagði Sigurjón  að tekin hafi verið ákvörðun um að taka ákveðnar senur Skaupsins upp á Selfossi. „Það var viss hvati að koma hingað.“ Sigurjón útskýrði ekki nánar í viðtalinu hvað hann átti við með þessum orðum. 

„Þannig að við þurftum að fara út á land og Selfoss var auðvitað efst á blaði.“
Eiður Birgisson
annar af framleiðendum …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár