Tvö fyrirtæki, sem markvisst hafa markaðssett kolefnisjöfnun sem svar við mengandi þjónustu og vörum sínum, endurskoða nú framsetningu og samstarf um bindingu. Þetta kemur fram í svörum bæði Icelandair og Orkunnar við fyrirspurnum Stundarinnar um framsetningu fullyrðinga í auglýsingum og á vefsíðum fyrirtækjanna. Bæði selja þau mengandi vöru og þjónustu sem hefur veruleg neikvæð áhrif á loftslag. Það tekur á bilinu átta til fimmtíu og fimm ár að ná fram bindingu, sem fyrirtækin gefa til kynna að gerist nær samstundis.
Binding síðasta úrræðið
„Við höfum því að undanförnu unnið að gagngerri endurskoðun þessara mála og munum kynna frekari skref í þessari vegferð á næstunni,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í skriflegu svari. Rúmlega 4.300 trjám hafi verið plantað í samstarfi Kolviðar og Icelandair bara á þessu ári. Samkvæmt viðmiðum Kolviðar þýðir það bindingu upp á 430 tonn af CO2-ígildistonnum, sem er mælieiningin sem er notuð við mat …
Athugasemdir