Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur beint því til bandarískra ríkisborgara að vera á varðbergi, verði það á ferli í miðbæ Reykjavík um helgina. Vísar sendiráðið til orðróms um að til átaka muni koma í miðbænum í tengslum við árás sem gerð var á Bankastræti Club í síðustu viku.
Í tilkynningu á vef sendiráðsins er fólk hvatt til þess að forðast stóra hópa fólks í bænum. Verði það vart við eitthvað óvenjulegt er því leiðbeint að yfirgefa svæðið samstundis. Þá er athygli vakin á vefsíðum Almannavarna og enskum fréttasíðum RÚV og Morgunblaðsins.
Lögreglan hefur sjálf greint frá því að aukinn viðbúnaður er í Reykjavík vegna árásarinnar en tilkynnt hefur verið …
Athugasemdir