Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Vextir hækka enn á ný og eru orðnir sex prósent

Seðla­banki Ís­lands til­kynnti um vaxta­hækk­un í dag um 0,25 pró­sentu­stig. Vext­ir bank­ans, svo­kall­að­ir stýri­vext­ir, eru því orðn­ir sex pró­sent.

Vextir hækka enn á ný og eru orðnir sex prósent
Ákveðið í nefnd Stýrivexir Seðlabanka Íslands eru ákvarðaðir af peningastefnunefnd. Í henni sitja Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri sem formaður, Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri og jafnframt staðgengill formanns, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri á sviði fjármálastöðugleika, Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, og Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Mynd: Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands hefur hækkað vexti sína um 0,25 prósentustig og eru stýrivextir því orðnir sex prósent. Ástæðan sem peningastefnunefnd bankans gefur fyrir þessari nýjustu hækkun í tilkynningu sinni er fyrst og fremst verðbólga. 

Verðbólga hækkaði á milli mánaða nú síðast og mældist 9,4 prósent á tólf mánaða tímabili. Bankin segir að undirliggjandi verðbólga haldi áfram á sömu slóðum út árið og það verði ekki fyrr en á næsta ári sem hún taki að lækka. Bankinn spáir 4,5 prósent verðbólgu á síðustu þremur mánuðum næsta árs. 

„Vísbendingar eru jafnframt um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi veikst og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið,“ segir svo í tilkynningu bankans. 

Sjö vikur eru síðan vextir voru síðast hækkaðir, þá líka um 0,25 prósentustig. Á þessu ári hafa vextir bankans hækkað úr tveimur prósentum í nú sex prósent. Alltaf hefur hækkanirnar verið gerðar með vísan til …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár