Seðlabanki Íslands hefur hækkað vexti sína um 0,25 prósentustig og eru stýrivextir því orðnir sex prósent. Ástæðan sem peningastefnunefnd bankans gefur fyrir þessari nýjustu hækkun í tilkynningu sinni er fyrst og fremst verðbólga.
Verðbólga hækkaði á milli mánaða nú síðast og mældist 9,4 prósent á tólf mánaða tímabili. Bankin segir að undirliggjandi verðbólga haldi áfram á sömu slóðum út árið og það verði ekki fyrr en á næsta ári sem hún taki að lækka. Bankinn spáir 4,5 prósent verðbólgu á síðustu þremur mánuðum næsta árs.
„Vísbendingar eru jafnframt um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi veikst og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið,“ segir svo í tilkynningu bankans.
Sjö vikur eru síðan vextir voru síðast hækkaðir, þá líka um 0,25 prósentustig. Á þessu ári hafa vextir bankans hækkað úr tveimur prósentum í nú sex prósent. Alltaf hefur hækkanirnar verið gerðar með vísan til …
Athugasemdir