Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands (KSÍ) neit­ar að gefa upp hversu háa greiðslu sam­band­ið fékk fyr­ir að spila lands­leik­inn við Sádi-Ar­ab­íu í byrj­un nóv­em­ber. KSÍ fékk ekki grænt ljós hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir við­skipt­un­um eða lands­leikn­um, ólíkt því sem formað­ur KSÍ hafði sagt.

KSÍ neitar að upplýsa um tuga milljóna greiðslur Sáda fyrir landsleik
Bin Salman sagður reyna að „íþróttaþvo sig Muhammed Bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hefur verið sakaður um að reyna að „íþróttahvítþvo“ sig og landið með íþróttaviðburðum eins og vinaáttulandsleiknum við Ísland. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ sem seldi Sádum landsleik á dögunum. Mynd: Samsett / Stundin

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fékk tugi milljóna króna greidda fyrir vináttulandsleik íslenska landsliðsins við Sádi-Arabíu í byrjun nóvember. Leikurinn fór fram í Abu Dhabi og var liður í undirbúningi Sádi-Arabíu fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir.

Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir að sambandið ætli ekki að gefa upp hversu há upphæðin var sem Sádarnir reiddu fram en að hún hafi verið lægri en þær 100 milljónir króna sem Stundin spurði KSÍ sérstaklega um. „Ég ætla ekki að staðfesta upphæðina en þetta er fjarri lagi,“  segir Ómar.

Alræðisríki í íþróttaþvotti

Sádi-Arabía er alræðisríki sem stýrt er af krónprinsinum Mohammed bin Salman. Landið hefur verið gagnrýnt fyrir margs konar mannréttindabrot, handtökur og fangelsanir pólitískra andstæðinga stjórnvalda, pyntingar og aftökur á föngum, fyrir til dæmis fíkniefnalagabrot, framhjáhald og samkynhneigð.

Árið 2018 vakti aftaka stjórnvalda í Sádi-Arabíu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sáda í Tyrklandi hörð viðbrögð …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Alltaf er fnykur af málum sem ekki má segja frá. Hlýtur að lokum að koma fram í ársreikningi KSÍ, nema það verði tekjuliður, sem heitir trúnaðartekjur.
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Knattspyrnuhreyfingin virðist GJÖRSPILLT !!

    Ekki aðeins FIFA eins og allir vita heldur líka "nýja" KSÍ !!!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár