Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) fékk tugi milljóna króna greidda fyrir vináttulandsleik íslenska landsliðsins við Sádi-Arabíu í byrjun nóvember. Leikurinn fór fram í Abu Dhabi og var liður í undirbúningi Sádi-Arabíu fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem nú stendur yfir.
Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir að sambandið ætli ekki að gefa upp hversu há upphæðin var sem Sádarnir reiddu fram en að hún hafi verið lægri en þær 100 milljónir króna sem Stundin spurði KSÍ sérstaklega um. „Ég ætla ekki að staðfesta upphæðina en þetta er fjarri lagi,“ segir Ómar.
Alræðisríki í íþróttaþvotti
Sádi-Arabía er alræðisríki sem stýrt er af krónprinsinum Mohammed bin Salman. Landið hefur verið gagnrýnt fyrir margs konar mannréttindabrot, handtökur og fangelsanir pólitískra andstæðinga stjórnvalda, pyntingar og aftökur á föngum, fyrir til dæmis fíkniefnalagabrot, framhjáhald og samkynhneigð.
Árið 2018 vakti aftaka stjórnvalda í Sádi-Arabíu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í sendiráði Sáda í Tyrklandi hörð viðbrögð …
Ekki aðeins FIFA eins og allir vita heldur líka "nýja" KSÍ !!!