Guðbjörg er miðaldra skrifstofukona sem lifir einföldu lífi. Hana dreymdi samt um að læra fornleifafræði, sem praktísk móðir hennar fékk hana ofan af. En svo tekur hún óvart vitlausan poka á bókasafninu. Lesefnið virðist ekkert skemmtiefni: „Sjúkdómar og dauði frá 400 til 1900 á bresku eyjunum. Læknisfræði miðalda. Svartidauði.“
Bækurnar smita hana svo, bókstaflega. Hún fær háan sótthita og vaknar í líki tvítugrar stúlku á miðöldum, hennar Elizabeth í Oxfordskíri á Englandi árið 1348, rétt fyrir svarta dauða. Tímaflakkið er aldrei útskýrt, en líklega kemur rof í tímann þegar maður tekur vitlausan poka á bókasafninu og bókin reynist bókstaflega tímavél, ekki bara í metafórískum skilningi. Um leið eru bækurnar helsti undirbúningur Guðbjargar fyrir miðaldaheiminn, hvort sem eru Andrés-blöð eða sagnfræðilegar skáldsögur.
Bókin er þó líka tímavél yfir í nálægari fortíð, því hún kom fyrst út rafrænt í upphafi aldarinnar á strik.is þegar internetið var ungt og saklaust og enn var …
Athugasemdir (1)