Fyrirtæki í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra og stofnanda Samherja, framleiðir Áramótaskaup Ríkisútvarpsins í ár. Framleiðslufyrirtækið heitir S800 ehf. og á fasteignafélagið Sigtún á Selfossi, sem byggt hefur nýjan miðbæ þar, helmingshlut í því.
Meðeigandi Sigtúns í framleiðslufyrirtækinu er Sigurjón Kjartansson, einn af meðhöfundum Áramótaskaupsins. Sigurjón segir að hann hafi ekki mikið verið að spá í eignarhaldi Sigtúns þegar hann tók upp samstarf við félagið og að hann þekki ekki Kristján Vilhelmsson. „Ég hef aldrei hitt þann mann og var bara að frétta það um daginn að hann ætti hlut í Sigtúni. Ég get algjörlega staðfest það að hann hefur enga aðkomu að þessu félagi. Ég finn ekki neitt fyrir þessu eignarhaldi á nokkurn hátt. [...] Ég er bara í mínu, minni sköpun,“ segir hann.
„Við þekktum ekki til eignarhaldsins og ef framleiðslan stenst alla skoðun þá á það ekki að þurfa að hafa bein áhrif á afstöðu …
Athugasemdir (4)