Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum

Sænski blaða­mað­ur­inn Sven Bergman, sem fjall­að hef­ur um fjölda mútu­mála sænskra fyr­ir­tækja er­lend­is, seg­ir að illa hafi geng­ið að sækja stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna til saka í Sví­þjóð fyr­ir brot­in. Al­var­leg­ustu af­leið­ing­arn­ar hafi ver­ið þeg­ar banda­rísk yf­ir­völd tóku mál­in til rann­sókn­ar og sekt­uðu fé­lög­in um svim­andi upp­hæð­ir.

Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum
Engir dómar en himinháar fjársektir Sven Bergman segir að eitt af því sem einkenni þau sænsku mútumál í öðrum löndum sem hann hefur unnið með sé að ekkert þeirra hafi leitt til dóms yfir neinum einstaklingi í Svíþjóð þrátt fyrir að fyrirtækið hafi viðurkennt brot sín og greitt sektir í Bandaríkjunum.

Sven Bergman, sem þekktastur er hér á landi fyrir viðtalið sem hann tók við Sigmund Davíð Gunnlaugsson um Wintris-málið í Panamaskjölunum árið 2016, segir að Samherji ætti að hafa miklar áhyggjur af því ef bandarísk yfirvöld taki meint mútubrot í Namibíu til rannsóknar.

„Það er mjög mikilvægt að horfa til Bandaríkjanna í þessu máli. Bandarískar stofnanir, eins og fjármálaeftirlitið og dómsmálaráðuneytið, eru í miklum vígahug í svona málum. Þeir gáfu það út í september að þeir ætli að taka enn harðar á fyrirtækjum sem stunda mútugreiðslur í öðrum löndum. Þetta er stóra ógnin fyrir þessi fyrirtæki. Ef íslenska ákæruvaldið kemst ekki alla leið með þetta mál þá þýðir það ekki að ógnin gagnvart fyrirtækinu sé liðin. Í tilfellum sambærilegra mála í Svíþjóð höfum við séð þetta gerast þar sem okkar stofnanir hafa ekki náð að klára þau hér,“ segir hann. 

Bandaríkin hafa þegar refsað sakborningum í Samherjamálinu

Orð Svens …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Jesus María og Jósep... voru menn virkilega að fatta þetta núna ?

    Samherjamönnum er fullkunnugt um þetta en íslensk yfirvöld hafa róið öllum árum undir borði til að koma í veg fyrir slíkt.. fór það virkilega framhjá ykkur að DNB fékk ekki sekt frá norskum yfirvöldum fyrr en kaninn hnippti í þá ?

    Og Samherji fær skell ... það er bara verið að bíða og sjá hversu langt íslenska kerfið gengur í spillingunni. En það virðist sem enginn íslenskur fjölmiðlamaður sé að kanna þögn FCPA liðsins og DOJ.

    Og já FCPA liðinu og DOJ eru vel upplýst um Samherjamálið og án vafa betur inn í þeim en íslensk yfirvöld... enda voru skilaboðin skýr þegar bandaríska utanríkisráðuneytið birti nöfn namibíumannanna sem persónu non grata.

    En af hverju í ósköpunum tók Bergman sting á Sigmund en lét Bjarna í friði ? Sagan segir nefnilega að Bjarni hafi verið prókúruhafi á aflandseyjafyrirtækinu sem var skráð fyrir slotinu í Florida þó svo faðir hans hafi verið skráður eigandinn ... og faðir hans og ættingjar viðskiftavinir Bank Julius Baer osf osf.

    Það vantar alltaf svo mikið í sögurnar, fór meira að segja alveg framhjá mönnum að Bjarni lánaði Sigmundi slotið til að jafna sig eftir fallið.

    Nú skulu menn pæla í því af hverju DOJ og FCPA liðið hefur þagað..... því þeir hafa tekið fjölmörg norðurlandafyrirtæki fyrir og núna nýlega var Glencore í Swiss að borga 1.1 milljarð dollara í sekt fyrir mútur í Afríku.

    Það eru um 150 milljarðar íslenskra króna.

    https://www.foley.com/-/media/files/insights/news/2022/06/acrglencore-pleads-guilty-and-agrees-to-pay-11-bil.ashx?la=ja
    1
  • BH
    Bjarki Hilmarsson skrifaði
    Samherji þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, utanríkisráðuneytið spjallar við sendiráðið um þetta og þessu verður reddað í rólegheitum.
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Bandaríkin eru næstefst á heimslista yfir spillingu og peningaþvætti í heiminum og eru vopnaviðskipti þar framarlega. Við getum alveg eins látið refinn passa hænurnar og að láta Bandaríkin verða einhverskonar alheimslöggu til að vernda okkur gegn okkar eigin spillingu.
    0
  • Anna Á. skrifaði
    Bandarískir dómstólar hafa einungis lögsögu í Bandaríkjunum. Sama má segja um bandarísk lög þau gilda eingöngu í Bandaríkjunum.
    Þessar mútur voru allar gerðar utan BNA og því hafa þau ekkert með þetta að gera.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn ís­lenskra stjórn­valda áber­andi“

Í lok októ­ber fór fram um­ræða á Al­þingi um rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu­mál­inu og orð­spori Ís­lands þar sem stór orð féllu. Frum­mæl­and­inn, Þór­hild­ur Sunn­ar Æv­ars­dótt­ir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort drátt­ur á rann­sókn máls­ins á Ís­landi væri eðli­leg­ur, hvort yf­ir­völd á Ís­landi tækju mál­ið al­var­lega og hvort rann­sókn­ar­stofn­an­ir á Ís­landi væru nægi­lega vel fjár­magn­að­ar.
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt

Kaupa fólk ut­an fjöl­skyld­unn­ar út í millj­arða við­skipt­um

Sam­herja­fjöl­skyld­an hef­ur á und­an­förn­um mán­uð­um keypt eign­ar­hluti minni hlut­hafa í út­gerð­inni og á að heita má tí­unda hvern fisk í land­helg­inni. Börn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar fara nú nær ein með eign­ar­hluti í fé­lag­inu fyr­ir ut­an litla hluti þeirra tveggja. Millj­arða við­skipti hafa svo átt sér stað á milli fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­anna í flóknu neti út­gerð­ar­inn­ar.
Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji sagð­ur hafa boð­ið millj­arða króna til að ljúka mál­um í Namib­íu

Sam­herji hef­ur boð­ið að gefa eft­ir yf­ir 2 millj­arða króna sem hald­lagð­ar voru í Namib­íu, sem skaða­bæt­ur til namib­íska rík­is­ins í skipt­um fyr­ir mála­lykt­ir. Namib­ísk yf­ir­völd tóku held­ur fá­lega í til­boð­ið sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Lög­mað­ur Wik­borg Rein, sem starfar fyr­ir Sam­herja, stað­fest­ir við­ræð­ur en seg­ir til­boð­ið ein­göngu hluta af einka­rétt­ar­legri deilu Sam­herja við yf­ir­völd, því sé ekki um að ræða við­ur­kenn­ingu á sekt í saka­máli.
Rannsókn Samherjamálsins lokið í Namibíu og réttarhöld hefjast brátt
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Rann­sókn Sam­herja­máls­ins lok­ið í Namib­íu og rétt­ar­höld hefjast brátt

Werner Menges, blaða­mað­ur The Nami­bi­an í Namib­íu, seg­ir að yf­ir­völd í Namib­íu hafi lok­ið rann­sókn Sam­herja­máls­ins. Tek­ist er á um meint van­hæfi dóm­ar­ans í mál­inu, Kobus Muller, vegna um­mæla sem hann hef­ur lát­ið falla um mál­ið. Hann seg­ir af­ar ólík­legt að rétt­að verði yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja eða fyr­ir­tækj­um út­gerð­ar­inn­ar í Namib­íu þar sem Ís­land fram­selji ekki Ís­lend­inga til Namib­íu.
Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir Sam­herja hafa reynt að stöðva fræði­lega um­fjöll­un um Namib­íu­mál­ið

Petter Gottschalk er norsk­ur pró­fess­or í við­skipta­fræði sem gerði ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá rann­sókn­ar­skýrslu lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu. Sam­herji lof­aði að birta skýrsl­una op­in­ber­lega og kynna hana fyr­ir embætti hér­aðssak­sókn­ara en stóð ekki við það.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár