Sven Bergman, sem þekktastur er hér á landi fyrir viðtalið sem hann tók við Sigmund Davíð Gunnlaugsson um Wintris-málið í Panamaskjölunum árið 2016, segir að Samherji ætti að hafa miklar áhyggjur af því ef bandarísk yfirvöld taki meint mútubrot í Namibíu til rannsóknar.
„Það er mjög mikilvægt að horfa til Bandaríkjanna í þessu máli. Bandarískar stofnanir, eins og fjármálaeftirlitið og dómsmálaráðuneytið, eru í miklum vígahug í svona málum. Þeir gáfu það út í september að þeir ætli að taka enn harðar á fyrirtækjum sem stunda mútugreiðslur í öðrum löndum. Þetta er stóra ógnin fyrir þessi fyrirtæki. Ef íslenska ákæruvaldið kemst ekki alla leið með þetta mál þá þýðir það ekki að ógnin gagnvart fyrirtækinu sé liðin. Í tilfellum sambærilegra mála í Svíþjóð höfum við séð þetta gerast þar sem okkar stofnanir hafa ekki náð að klára þau hér,“ segir hann.
Bandaríkin hafa þegar refsað sakborningum í Samherjamálinu
Orð Svens …
Samherjamönnum er fullkunnugt um þetta en íslensk yfirvöld hafa róið öllum árum undir borði til að koma í veg fyrir slíkt.. fór það virkilega framhjá ykkur að DNB fékk ekki sekt frá norskum yfirvöldum fyrr en kaninn hnippti í þá ?
Og Samherji fær skell ... það er bara verið að bíða og sjá hversu langt íslenska kerfið gengur í spillingunni. En það virðist sem enginn íslenskur fjölmiðlamaður sé að kanna þögn FCPA liðsins og DOJ.
Og já FCPA liðinu og DOJ eru vel upplýst um Samherjamálið og án vafa betur inn í þeim en íslensk yfirvöld... enda voru skilaboðin skýr þegar bandaríska utanríkisráðuneytið birti nöfn namibíumannanna sem persónu non grata.
En af hverju í ósköpunum tók Bergman sting á Sigmund en lét Bjarna í friði ? Sagan segir nefnilega að Bjarni hafi verið prókúruhafi á aflandseyjafyrirtækinu sem var skráð fyrir slotinu í Florida þó svo faðir hans hafi verið skráður eigandinn ... og faðir hans og ættingjar viðskiftavinir Bank Julius Baer osf osf.
Það vantar alltaf svo mikið í sögurnar, fór meira að segja alveg framhjá mönnum að Bjarni lánaði Sigmundi slotið til að jafna sig eftir fallið.
Nú skulu menn pæla í því af hverju DOJ og FCPA liðið hefur þagað..... því þeir hafa tekið fjölmörg norðurlandafyrirtæki fyrir og núna nýlega var Glencore í Swiss að borga 1.1 milljarð dollara í sekt fyrir mútur í Afríku.
Það eru um 150 milljarðar íslenskra króna.
https://www.foley.com/-/media/files/insights/news/2022/06/acrglencore-pleads-guilty-and-agrees-to-pay-11-bil.ashx?la=ja
Þessar mútur voru allar gerðar utan BNA og því hafa þau ekkert með þetta að gera.