Vængjalaus byrjar árið 1996 á Akureyri. Þetta eru ár sveitaballanna, hátindur Sálarinnar og Sólarinnar og síðustu stórveldisdagar Sjallans og rúntsins í akureysku skemmtanalífi. Við áttum okkur þó fljótlega á því að þessi saga er sögð á tveimur tímaplönum, jafnvel þótt það sé ákveðinn dagbókarkeimur stundum á textanum þá eru hér stöku vísanir í framtíðina, sem reynist svo vera árið 2018. Nútími sögunnar, stuttu fyrir kóf, tíminn fyrir næstu umbreytingu.
Enda er þetta saga um umbreytingar, hvernig tíminn og lífið breytir okkur – en um leið festir okkur, hvernig við endurheimtum okkar gamla sjálf og týnum á víxl. Kaflaheitin segja okkur mest um takt sögunnar, þau eru kunnugleg frá fornaldartækjum á borð við segulbönd og vasadiskó og eru kaflaheitin einfaldlega til skiptis ► eða ◄. Fortíð eða framtíð, áfram eða afturábak. En hægt og rólega áttar maður sig á því að aðalpersónan Baldur hefur verið fastur á pásutakkanum í millitíðinni.
Tónlistarvísun …
Athugasemdir