Franski rithöfundurinn og myndhöfundurinn Joëlle Jolivet hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegar og fróðlegar bækur fyrir börn og unglinga. Umfjöllunarefni þeirra hefur m.a. verið dýrafræði, ferðalög, mörgæsir o.fl. en hún hefur einnig myndlýst bækur eftir aðra höfunda. AM forlag hefur nú gefið út fyrstu bókina hennar sem þýdd er á íslensku, Mannslíkamann.
Um leið og ég fékk þessa bók í hendur rifjuðust upp fyrir mér ótaldar ánægjustundir í æsku þegar ég skoðaði bókina Mannslíkamann (Alfræðasafn AB, 1965). Fyrir mér var undur mannslíkamans enn meira heillandi en blikandi stjörnur á næturhimni og fyrir vikið var bókin orðin snjáð þegar ég sá hana í bókahillu móður minnar á fullorðinsaldri. Nú, um fimmtíu árum síðar, er bók með sama nafni komin út og hún er lýsandi fyrir þær tækniframfarir sem hafa átt sér stað á þessum tíma. Ég notaði tækifærið og sýndi barnabörnum, 6 og 10 ára, þessa nýju bók og hvorugt …
Athugasemdir