Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) báðu Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að halda ræðu á sama málþingi og Þorsteinn Már Baldvinsson, án þess að segja henni frá því að hann yrði með ávarp þar líka. Þetta kemur fram í svörum frá matvælaráðuneytinu við spurningum Stundarinnar. „Upplýsingafulltrúi SFS hafði samband við aðstoðarmann ráðherra í júní síðastliðnum. Þar var falast eftir því að ráðherra sjávarútvegsmála myndi halda opnunarávarp á „Sjávarútvegsdeginum 2022“, sem haldinn var af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum atvinnulífsins og Deloitte“, segir í svarinu.
„Blessunarlega er það ekki í verkahring samtakanna tveggja“
„Verið að samþykkja framgöngu þessa manns“
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og er með réttarstöðu sakbornings í rannsóknum héraðssaksóknara á Íslandi sem og í Namibíu á Samherjamálinu svokallaða, mútugreiðslum útgerðarinnar …
Athugasemdir (1)