Stoðdeild ríkislögreglustjóra tekur ekki ákvarðanir um að fresta brottflutningi fólks nema vegna öryggis- og eða heilbrigðisástæðna. Ekki er tekin afstaða til þess hver staða mála þeirra hælisleitenda sem flutt er úr landi með lögregluvaldi; hvort þau séu enn að bíða áfrýjunar mála sinna eða niðurstöðu dómstóla. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Stundarinnar.
Brottflutningurinn hefur sætt mikilli gagnrýni, sérstaklega í ljósi þess að fólkið sem flutt var á brott hefur margt hvert reynt að fá niðurstöðu Útlendingastofnunar, sem synjaði þeim öllum um alþjóðlega vernd hér á landi, endurskoðaða eftir þeim leiðum sem íslensk lög leyfa.
Nýlega féll dómur í máli hælisleitanda þar sem Héraðsdómur féllst ekki á þau sjónarmið Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála að Suleiman Al Masri hafi tafið fyrir eigin brottflutningi með því að neita að mæta í COVID-19 próf. Lögmaður …
Athugasemdir (2)