Samkvæmt heimildum Stundarinnar höfðu lögmenn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein samband við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu fyrir um það bil ári síðan þar sem óskað var eftir viðræðum um einhvers konar samkomulag um málalyktir.
Eftir því sem næst verður komist fól tilboð Samherja í sér að félagið gæfi eftir eignir fyrirtækja sinna í Namibíu, gegn því að fallið yrði frá frekari málaferlum á hendur fyrirtækinu. Ríkissaksóknaraembættið mun samkvæmt heimildum Stundarinnar ekki hafa talið tilboðið þess eðlis að tæki því að ræða það frekar, enda hafi það falið í sér eftirgjöf fjármuna, sem í raun eru þegar í vörslu namibíska ríkisins. Það er að segja söluandvirði togarans Heinaste, sem namibísk yfirvöld kyrrsettu og geymt er á bankareikningi í Namibíu.
„Eins og í öllum slíkum málum hafa farið fram viðræður um mögulegar sættir.“
Staðfestir viðræður um sættir
Geir Sviggum, lögmaður Samherja hjá Wikborg Rein, staðfesti í samtali …
Athugasemdir (1)