Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, var mikið niðri fyrir þegar hún hóf sérstaka umræðu um rannsókn Samherjamálsins í Namibíu og orðspor Íslands á Alþingi í lok október. Hún spurði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra: „Ég spyr því hæstv. ráðherra: Er hann sammála því að óhóflegur dráttur á rannsókn Samherjamálsins sé vandræðalegur fyrir Ísland á alþjóðavettvangi? Líta íslensk stjórnvöld málið nógu alvarlegum augum?“
Ástæða þess að Þórhildur Sunna hóf þessa umræðu var sú að þrjú ár eru liðin frá því að Samherjamálið í Namibíu var fyrst opinberað í fjölmiðlum og enn hafa ekki komið fram ákærur í því. Þá taldi Þórhildur Sunna að það væri áhyggjuefni að vegna Samherjamálsins þá hefði Ísland færst niður í 17. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltu lönd í heimi og stæði hinum Norðurlöndunum að baki: „Það er þar …
Athugasemdir