Mjög hefur borið á varnarmálaráðherra Rússlands eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Það er hinn litríki en afar umdeildi Sergei Shoigu. Og hann á sér nokkuð óvenjulega fortíð af rússneskum valdhöfum að ræða. Svo vill nefnilega til að hann er fæddur og uppalinn í Túva og að hálfu af ættum innfæddra í héraðinu. Túva er sérstakt sjálfstjórnarlýðveldi, sem svo er kallað, innan Rússlands en héruðin í Síberíuhluta Rússlands teljast til nokkurra mismunandi stjórnsýslustiga.
Túva á sér nokkuð sérstæða sögu en frumbyggjar þar teljast vera af tyrknesku bergi brotnir en í Síberíu bjó lengst af (áður en Rússar fóru að setjast að á svæðinu) fólk af ættum Túngúsa, Tyrkja og Mongóla. Eitt sinn var uppi sú kenning að allir þjóðaflokkarnir þrír – eða altént tungumál þeirra – ættu sameiginlegan uppruna í Altai-fjöllum, sem eru á mótum nútímaríkjanna Kína, Mongólíu og Rússlands eða Síberíu.

Athugasemdir (1)