Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax á Bíldudal, á hlutabréf í fyrirtækinu sem bókfærð eru á tæplega 2,2 milljarða króna. Hlutabréfin hafa hækkað í verði um 400 til 500 milljónir króna á ári síðastliðin ár eftir því sem tekjur Arnarlax hafa aukist og reksturinn orðið stöðugri. Eiginfjárstaða félagsins – eignir þess mínus skuldir – var rúmlega 1.955 milljónir króna í lok árs í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags hans, Gyðu ehf., sem skilað var til ársreikningaskrár í lok september síðastliðinn.
Árið 2019 sagði hann við Stundina að hann hefði getað selt hlutabréf sín þá og hagnast vel á því en að hann ætlaði ekki að gera það. „Ég veit að þetta eru orðin umtalsverð verðmæti. Allir sem hafa verið með hingað til hafa í raun komið mjög vel út úr því. Og ég gæti hoppað út núna því það liggur fyrir tilboð í hlutabréfin en ég kýs að gera það …
Athugasemdir (1)