Kolefnisjöfnun sem íslenskum neytendum býðst að kaupa hér á landi er sjaldnast kynnt á réttan hátt. Hún felur enda ekki í sér annað en kaup á væntingum um bindingu á næstu árum eða jafnvel áratugum. Forsvarsmenn þeirra tveggja fyrirtækja sem gert hafa út á slíka bindingu viðurkenna að þeir gætu gert betur í að halda réttum upplýsingum að neytendum.
Að minnsta kosti átta ár tekur fyrir kolefnisjöfnun sem keypt er á Íslandi að verða að veruleika. Það getur þó tekið mun lengri tíma, eða allt að fimmtíu ár. Tvö fyrirtæki hafa selt fólki og fyrirtækjum kolefnisbindingu hér á landi undanfarin ár: Votlendissjóður og Kolviður. Þeir selja þó ekki „virka“ kolefnisbindingu, það er að segja kolefniseiningar sem þegar hafa bundið CO2-ígildi, heldur hafa þeir til sölu áætlun um kolefnisbindingu.
Hvorugur þessara aðila hefur alþjóðlega vottun og skortir verulega á rannsóknir á raunverulegri kolefnislosun frá framræstu landi á …
Athugasemdir