Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Næturstrætó lagður af því ekki voru 50 í hverjum vagni

Slæm fjár­hags­staða Strætó veld­ur því að ákvörð­un var tek­in um að hætta keyrslu á nótt­unni um helg­ar. Nýt­ing ferð­anna þótti ekki nægj­an­leg en þó var Hafn­ar­fjarð­ar­strætó ekki langt frá vænt­ing­um. Vara­formað­ur Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl undr­ast að sú leið skuli ekki áfram í boði.

Næturstrætó lagður af því ekki voru 50 í hverjum vagni
Slæm fjárhagsstaða stór áhrifaþáttur Slæm fjárhagsstaða auk nýtingar undir væntingum er ástæða þess að næturstrætó var sleginn af, segir Jóhannes framkvæmdastjóri Strætó. Mynd: Strætó bs.

Stjórn Strætó hefur ákveðið að akstri næturstrætós verði hætt. Nýting í ferðum hafi ekki staðið undir væntingum. Á bilinu 14 til 16 farþegar hafi verið í hverri ferð og segir framkvæmdastjóri Strætó að farþegafjöldi hefði þurft að ná að minnsta kosti 50 til að vera ásættanlegur. Varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl gagnrýnir ákvörðunina og spyr hví ekki hafi í það minnsta verið haldið áfram að keyra þá leið sem næst komst því að standast væntingar um farþegatölur, Hafnarfjarðarstrætó.

Í byrjun júlí síðastliðins ákvað stjórn Strætó að hefja tilraunaverkefni með akstri næturstrætós um helgar og átti verkefnið að standa út septembermánuð. Ítrekað hafði verið kallað eftir þessari þjónustu en hún stóð til boða árið 2018 en lagðist í dvala í upphafi Covid-19 faraldursins.

Slæm fjárhagsstaða stærsti orsakaþátturinn

Nú hefur akstur næturstrætós sem sagt verið sleginn af að nýju þar eð farþegafjöldi hverrar helgar stóð ekki undir væntingum stjórnar. Um 300 til 340 farþegar tóku næturstrætó um hverja helgi, að meðaltali 14 til 16 í hverri ferð. Taldi Strætó það talsvert undir ásættanlegum viðmiðum. 

„Svona fimmtíu manns, að lágmarki“
Jóhannes Svavar Rúnarsson
framkvæmdastjóri Strætó, um hvað væri ásættanlegur farþegafjöldi

Spurður hver hefði verið ásættanlegur farþegafjöldi svarar Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri: „Ég myndi segja svona yfir fimmtíu prósent nýting af afkastagetu vagnsins, sem væru þá svona fimmtíu manns, að lágmarki.“

Nú keyrir strætó ferðir yfir daginn og það er ekki alltaf fimmtíu manns í strætó?

„Nei nei, það er fyrst og fremst að fjárhagsstaða Strætó er slæm og við þurfum forgangsraða fjármagninu líka.“

Hangir þetta fyrst og fremst á því, að sökum slæmrar fjárhagsstöðu sé talið nauðsynlegt að skera niður þessa þjónustu?

„Það er blanda af þessu tvennu sem veldur því að við tökum þessa ákvörðun. Það var svo sem aldrei gert ráð fyrir að þetta myndi skila neinum hagnaði, þetta kostar nokkrar milljónir, hver helgi, svo við hefðum þurft að fá miklu fleiri en vagninn getur borið eða hækka gjaldið upp úr öllu valdi. Við vorum hins vegar að vonast eftir miklu betri nýtingu á þessu. Þetta er eins og ég segi, blanda af slæmri fjárhagsstöðu og forgagnsröðun fjármagns, og svo notkun.“

Telur að næturstrætó eigi sér framtíð

Áður hefur verið reynt að halda úti næturstrætó og á síðustu misserum, áður en farið var af stað með verkefnið, hafði töluvert verið kallað eftir þessari þjónustu. Spurður hvort hann telji að nú sé fullreynt með næturstrætó svarar Jóhannes því neitandi.

„Ég held að þetta verði örugglega einhvern tíma hluti af því framboði sem er í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, svona þegar fjárhagsstaðan og annað verður komið á réttan kjöl. En hvenær það verður er ómögulegt að segja.

Miðað við hvað við fengum margar beiðnir og óskir um þessa þjónustu þá kemur það okkur á óvart hversu notkunin var lítil. Það má segja að flestar leiðir hafi verið illa nýttar en það var þó ein leið sem var þokkalega nýtt, leiðin úr miðbænum og í Hafnarfjörð. Það var eina leiðin sem komst næst því að standa undir væntingum.“

Kom þá ekki til greina að halda þeirri leið gangandi?

„Nei, við ákváðum í ljósi fjárahagsstöðu að hætta þessu alveg.

Þykir rökin ekki halda

Glódís GuðgeirsdóttirVaraformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl hefur áhyggjur af ákvörðun Strætó.

Glódís Guðgeirsdóttir, varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að ákvörðunin séu mikil vonbrigði og muni hitta marga illa fyrir. „Af hverju ekki að halda ásnum [leiðinni upp í Hafnarfjörð] áfram gangandi fyrst hún var nálægt því að ná þessum viðmiðum? Eða að fækka ferðum til að auka nýtingu.“

Glódís bendir á að undanfarna mánuði hafi verið ítrekað sagt frá erfiðleikum fólks við að fá leigubíla úr miðborginni að næturlagi um helgar. Þá hafi verið greint frá fjölgun tilvika þar sem drukkið fólk hafi slasað sig við að keyra rafskútur um kvöld og nætur. Með því að leggja næturstrætó af sé verið að gera fólki erfiðara fyrir og mögulega auka hættu á slysum eða því að fólk freistist til að keyra bíla drukkið.

Þá segir Glódís þessa ákvörðun skjóta skökku við í ljósi þess að næturstrætó hafi meðal annars verið meðal kosningaloforða tveggja þeirra flokka sem nú sitja í meirihluta borgarstjórnar, Framsóknarflokksins og Pírata. Borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, er varaformaður stjórnar Strætó. Stundin náði ekki í Alexöndru við gerð fréttarinnar.

„Almenningssamgöngur eru bara einn kostnaðarliður þess að búa í samfélagi“
Glódís Guðgeirsdóttir
varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl

Hvað varðar þau viðmið sem Strætó hafi sett sér, um 50 manna fjölda í hverri ferð, segir Glódís að henni þyki þessi rök ekki halda. „Þetta eru almenningssamgöngur og þær þurfa ekki og eiga ekki endilega að standa undir sér. Við borgum undir alls konar almannaþjónustu, heilbrigðisþjónustu til að mynda, og almenningssamgöngur eru bara einn kostnaðarliður þess að búa í samfélagi, að fólk komist öruggt til og frá heimili sínu með almenningssamgöngum.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
1
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár