Eignarhaldsfélag Eyþórs Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur loksins afskrifað lán upp á rúmlega 370 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá félagi í eigu Samherja til að kaupa hlutabréf útgerðarinnar í Morgunblaðinu árið 2017. Með þessari afskrift lýkur 5 ára löngu ferli þar sem reynt var að komast að því af hverju og hvernig Eyþór Arnalds fjármagnaði kaup félags síns á stórum hluta í Morgunblaðinu. Tekið skal fram að Eyþór var ekki orðinn frambjóðandi og hvað þá kjörinn fulltrúi almennings í Reykjavík þegar hann keypti hlutabréfin.
Afskriftin á láninu frá dótturfélagi Samherja, Kattarnefi ehf., kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Eyþórs, Ramses II ehf., og var nýlega greint frá honum í fjölmiðlum. Umrædd afskrift þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess að í síðasta ársreikningi Kattarnefs ehf. var það …
Afskrift á láni eru tekjur sem greiða skal skatt af. Skyldi félag Eyþórs hafa greitt skattinn? Ég er hræddur um ekki.
Hermaurar og skæruliðadeildir eru mjög eðlilegir útgjaldaliðir í nánast öllum fyrirtækjarekstri.