Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ísland þarf að kaupa losunarheimildir

Ís­land stóð ekki við skuld­bind­ing­ar sín­ar á grund­velli Kyoto-bók­un­ar­inn­ar. Kaupa þarf los­un­ar­heim­ild­ir fyr­ir um 3,4 millj­ón­ir tonna af CO2-ígild­um. Óljóst er hver kostn­að­ur­inn verð­ur.

Ísland þarf að kaupa losunarheimildir
Mengunarvaldur Bruni á jarðefnaeldsneyti, til að mynda frá bílaflotanum, fellur undir skuldbindingar Íslands. Mynd: Shutterstock

Íslenska ríkið mun neyðast til að kaupa losunarheimildir til að mæta losun gróðurhúsalofttegunda á fjórðu milljón tonna af CO2-ígildum. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir fjárheimild upp á 800 milljónir króna til að kaupa umræddar losunarheimildir. Alls óvíst er þó hvað þær muni kosta.

Í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Valgerði Árnadóttur, varaþingkonu Pírata, kemur fram að Ísland eigi ekki nægar heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt skuldbindingum sínum vegna Kyoto-bókunarinnar. Samkvæmt svarinu er um að ræða tæpar fjórar milljónir tonna CO2-ígilda en samkvæmt upplýsingum sem Stundin aflaði hjá Umhverfisstofnun er magnið nokkru minna, um 3,4 milljónir tonna.

Sú losun sem fellur undir beinar skuldbindingar Íslands eru einkum vegna bruna jarðefnaeldsneytis, vegna losunar frá landbúnaði, jarðvarmavirkjunum, meðferð úrgangs auk annars. Losun frá stóriðju fellur undir evrópskt viðskiptakerfi með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár