Íslenska ríkið mun neyðast til að kaupa losunarheimildir til að mæta losun gróðurhúsalofttegunda á fjórðu milljón tonna af CO2-ígildum. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir fjárheimild upp á 800 milljónir króna til að kaupa umræddar losunarheimildir. Alls óvíst er þó hvað þær muni kosta.
Í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Valgerði Árnadóttur, varaþingkonu Pírata, kemur fram að Ísland eigi ekki nægar heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt skuldbindingum sínum vegna Kyoto-bókunarinnar. Samkvæmt svarinu er um að ræða tæpar fjórar milljónir tonna CO2-ígilda en samkvæmt upplýsingum sem Stundin aflaði hjá Umhverfisstofnun er magnið nokkru minna, um 3,4 milljónir tonna.
Sú losun sem fellur undir beinar skuldbindingar Íslands eru einkum vegna bruna jarðefnaeldsneytis, vegna losunar frá landbúnaði, jarðvarmavirkjunum, meðferð úrgangs auk annars. Losun frá stóriðju fellur undir evrópskt viðskiptakerfi með …
Athugasemdir