Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Áhrifaríkustu aðgerðirnar falla ekki undir skuldbindingar Íslendinga

Um sex­tíu pró­sent los­un­ar gróð­ur­húsaloft­teg­unda á Ís­landi er til­kom­in vegna land­notk­un­ar sem ekki fell­ur und­ir al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar Ís­lands um að draga úr los­un. Helstu leið­ir til að draga þar úr væru auk­in skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Áhrifa­mesta að­gerð­in til að draga úr los­un á ábyrgð Ís­lands væri að loka stór­iðj­um og fara í orku­skipti í sam­göng­um.

Áhrifaríkustu aðgerðirnar falla ekki undir skuldbindingar Íslendinga

Langstærsti áhrifaþáttur losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fellur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda er snúa að því að draga úr losun. Um sextíu prósent losunar má rekja til landnotkunar, það er að segja losunar frá jarðvegi, ýmist frá ræktarlandi eða óræktuðu landi, frá votlendi, frá skóglendi og lítillega frá byggð. 

Sú losun sem er ýmist á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda eða fellur undir skuldbindingar vegna viðskiptakerfis með losunarheimildir nemur 31,5 prósentum af allri losun Íslands. Þar er langstærsti áhrifaþátturinn stóriðja og síðan vegasamgöngur.

Losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum er ágætlega kortlögð og hægt að nálgast þær upplýsingar í losunarbókhaldi þar sem haldið er utan um bæði losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Það bókhald er unnið í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Í losunarbókhaldinu er reiknuð öll losun frá Íslandi og er Landsskýrslu um losun skilað árlega í aprílmánuði en miðað er við tveggja ára gamlar tölur í hverri slíkri skýrslu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár