Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Um 25 milljarðar til ofanflóðavarna frá árinu 1995

Stefnt er að því að klára fyr­ir­liggj­andi fram­kvæmd­ir til varn­ar of­an­flóð­um ár­ið 2030. Fjár­fram­lög til mála­flokks­ins voru auk­in veru­lega í kjöl­far snjóð­flóð­anna á Flat­eyri og í Súg­anda­firði ár­ið 2020. Þrem­ur millj­örð­um var veitt til Of­an­flóða­sjóðs á síð­asta ári.

Um 25 milljarðar til ofanflóðavarna frá árinu 1995
Mikið tjón Mikið tjón varð á mannvirkjum og fasteignum í snjóflóðum sem féllu á Flateyri í byrjun árs 2020. Meðal annars varð altjón á fjölda báta í flota Flateyringa. Mynd: Önundur Hafsteinn Pálsson

Frá árinu 1995 hefur tæpum 25 milljörðum króna verið veitt til starfsemi Ofanflóðanefndar. Á síðustu fjórum árum hefur framlag ríkisins til varnar ofanflóðum numið tæpum sjö milljörðum króna, þar af rúmum þremur milljörðum á síðasta ári. Stærstur hluti fjárins hefur farið til uppbyggingar varnarvirkja og annarra forvarnaraðgerða gegn ofanflóðum, auk uppkaupa á fasteignum sem teljast á hættusvæðum. Fjárheimildir Ofanflóðasjóðs voru auknar í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri í janúar 2020.

Í nýrri skýrslu um starfsemi Ofanflóðanefndar fyrir árin 2018 til 2021 kemur fram að stærstu útgjaldaliðir á tímabilinu hafi verið vegna framkvæmda í Fjarðarbyggð, rúmir tveir milljarðar króna. Í Vesturbyggð var veitt rúmum 1,1 milljarði króna til framkvæmda á sama tímabili og rúmum 800 milljónum króna til Ísafjarðarbæjar, en þar undir eru meðal annars bæði Flateyri og Súgandafjörður þar sem tjón varð á mannvirkjum í janúar 2020 í snjóflóðunum þá.

Í kjölfar þeirra flóða var skipaður starfshópur til að meta þörf á fjárveitingum til Ofanflóðasjóðs og meta hversu mikið að fyrirliggjandi verkefnum sjóðsins væri raunhæft að framkvæma á tímabili fjármálaáætlunar áranna 2021 til 2025. Á fjárlögum ársins 2021 var samþykkt að verja árlega tæplega 2,7 milljörðum króna til varna gegn ofanflóðum og var það árleg aukning um 1,6 milljarð króna. Með þeim auknu fjárveitingum er gert ráð fyrir að öllum fyrirhuguðum framkvæmdum til varnar ofanflóðum verði lokið árið 2030.

Ofanflóðanefnd var sett á laggirnar árið 1996 eftir snjóflóðin mannskæðu á Flateyri og Súðavík árinu áður. Er hlutverk hennar að fjalla um og taka afstöðu til tillagna sveitarstjórna um varnarmannvirki á hættusvæðum og ráðstafa fé úr Ofanflóðasjóði til þeirra.

Strax árið 1995 var hafist handa við undirbúning varnarvirkja fyrir byggðina á Flateyri og hófust framkvæmdir þar árið 1996. Var þeim að mestu lokið 1998 og nam kostnaður vegna þeirra um 440 milljónum króna. Árið 1996 var hafist handa við að færa byggð á Súðavík af hættusvæði og yfir á hættuminna svæði. Heilt þorp með 55 íbúðum var þá fært og var framkvæmdum að mestu lokið árið 1997. Heildaruppkaupaverð íbúðanna nam 556 milljónum króna og skýra þessar miklu framkvæmdir það hversu háum upphæðum var veitt til Ofanflóðasjóðs og starfsemi Ofanflóðnefndar fyrstu árin eftir að hún tók til starfa, alls um 1,6 milljarði króna á árunum 1995 til 1998.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár