Úrvinnslusjóður hefur ofgreitt framkvæmdastjóra sjóðsins, Ólafi Kjartanssyni, yfir 10 milljónir króna í laun undanfarin sjö ár. Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið „í góðri trú“ þegar hann lét Sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur.
Ráðuneytið telur að stjórn Úrvinnslusjóðs eigi að krefja framkvæmdastjórann um endurgreiðslu, en fyrning kemur í veg fyrir að hægt verði að krefja hann um endurgreiðslu á nema rúmum helmingi upphæðarinnar.
Úrvinnslusjóður varð til árið 2003 sem undirstofnun Umhverfisráðuneytisins. Sjóðurinn var í raun stofnaður utan um umsýslu svokallaðs úrvinnslugjalds, sem lagt er á stærstan hluta innfluttra og framleiddra vara. Gjaldinu er ætlað að standa straum af förgun og endurvinnslu umbúða eða úrgangs, sem fellur til vegna vörunnar.
Endurvinnslufyrirtæki fá þannig greitt úr sjóðnum fyrir söfnun, flokkun og endurvinnslu úrgangsins. Háar fjárhæðir fara því árlega í gegnum Sjóðinn, sem árið 2020 …
Svo eruð þið hissa landið er spillt ?