Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

985. spurningaþraut: Þegar íslenskir karlar unnu verðlaun í handbolta

985. spurningaþraut: Þegar íslenskir karlar unnu verðlaun í handbolta

Fyrri aukaspurning:

Ungi pilturinn á myndinni hér að ofan er löngu dáinn — reyndar í hárri elli. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Norður af hvaða tveimur löndum er Barentshaf?

2.  Árið 2016 munaði ekki nema því sem munaði að Halla Tómasdóttir fengi eftirsótt starf. Hvaða starf var það?

3.  Hvar eru Langerhans-eyjarnar? Eru þær milli Borneo og Súmötru — í brisinu — á yfirborði tunglsins Ganýmedesar — í Karíbahafi — í óshólmum Rínar í Hollandi — eða við Suðurskautslandið?

4. Í febrúar 2000 hófst stutt eldgos í fjalli einu og er helst eftirminnilegt vegna gríðarlegs umferðaröngþveitis sem varð þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu brunaði út í snjókomu og fjúk og fjöldi bíla festsist í Þrengslunum. Hvaða fjall vakti slíka forvitni?

5. Hvað nefnist sjónvarpsþáttur þeirra Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar um íslenska tungu?

6. Um hvaða höfuðborg í Evrópu fellur áin Liffey?

7.  Ein er sú tegund lítilla fiska sem fjölga sér með óvenjulegum hætti. Frjóvgunin fer þannig fram að hrygnan verpir eggjum í sekk á kvið hængsins. Hann frjóvgar þau síðan í sekknum og gætir eggjana þar þangað til þau klekjast. Litlar lirfur synda svo úr sekknum og takast á við lífið án verndar foreldranna. Hvers konar fiskar eru þetta?

8.  Íslenska handboltalandsliðið í karlaflokki hefur tvívegis unnið til verðlauna á stórmótum. Einu sinni vann liðið silfurverðlaun eftir að hafa tapað úrslitaleik. Á hvaða móti var þetta? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

9.  En hverjir voru það sem sigruðu Íslendinga í þessum úrslitaleik og unnu því gullið á mótinu?

10.  Tveim árum eftir að hafa unnið þessi silfurverðlaun, þá vann Ísland bronsverðlaun eftir að hafa unnið Pólverja í leik um 3ja sæti. Á hvaða móti var þetta? — og hér þarf svarið ekki að vera eins nákvæmt og í 8. spurningu.

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða stórborg er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Noregi og Rússlandi.

2.  Starf forseta Íslands.

3.  Í brisinu.

4.  Hekla.

5.  Kappsmál.

6.  Dublin.

7.  Sæhestar.

8.  Ólympíuleikarnir í Bejing 2008.

9.  Frakkar.

10.  Evrópumóti — það dugar.

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn á efri myndinni hét Winston Churchill og var um tíma forsætisráðherra Breta.

Neðri myndin er tekin í Barcelona.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár