Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

985. spurningaþraut: Þegar íslenskir karlar unnu verðlaun í handbolta

985. spurningaþraut: Þegar íslenskir karlar unnu verðlaun í handbolta

Fyrri aukaspurning:

Ungi pilturinn á myndinni hér að ofan er löngu dáinn — reyndar í hárri elli. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Norður af hvaða tveimur löndum er Barentshaf?

2.  Árið 2016 munaði ekki nema því sem munaði að Halla Tómasdóttir fengi eftirsótt starf. Hvaða starf var það?

3.  Hvar eru Langerhans-eyjarnar? Eru þær milli Borneo og Súmötru — í brisinu — á yfirborði tunglsins Ganýmedesar — í Karíbahafi — í óshólmum Rínar í Hollandi — eða við Suðurskautslandið?

4. Í febrúar 2000 hófst stutt eldgos í fjalli einu og er helst eftirminnilegt vegna gríðarlegs umferðaröngþveitis sem varð þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu brunaði út í snjókomu og fjúk og fjöldi bíla festsist í Þrengslunum. Hvaða fjall vakti slíka forvitni?

5. Hvað nefnist sjónvarpsþáttur þeirra Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar um íslenska tungu?

6. Um hvaða höfuðborg í Evrópu fellur áin Liffey?

7.  Ein er sú tegund lítilla fiska sem fjölga sér með óvenjulegum hætti. Frjóvgunin fer þannig fram að hrygnan verpir eggjum í sekk á kvið hængsins. Hann frjóvgar þau síðan í sekknum og gætir eggjana þar þangað til þau klekjast. Litlar lirfur synda svo úr sekknum og takast á við lífið án verndar foreldranna. Hvers konar fiskar eru þetta?

8.  Íslenska handboltalandsliðið í karlaflokki hefur tvívegis unnið til verðlauna á stórmótum. Einu sinni vann liðið silfurverðlaun eftir að hafa tapað úrslitaleik. Á hvaða móti var þetta? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

9.  En hverjir voru það sem sigruðu Íslendinga í þessum úrslitaleik og unnu því gullið á mótinu?

10.  Tveim árum eftir að hafa unnið þessi silfurverðlaun, þá vann Ísland bronsverðlaun eftir að hafa unnið Pólverja í leik um 3ja sæti. Á hvaða móti var þetta? — og hér þarf svarið ekki að vera eins nákvæmt og í 8. spurningu.

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða stórborg er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Noregi og Rússlandi.

2.  Starf forseta Íslands.

3.  Í brisinu.

4.  Hekla.

5.  Kappsmál.

6.  Dublin.

7.  Sæhestar.

8.  Ólympíuleikarnir í Bejing 2008.

9.  Frakkar.

10.  Evrópumóti — það dugar.

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn á efri myndinni hét Winston Churchill og var um tíma forsætisráðherra Breta.

Neðri myndin er tekin í Barcelona.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár