Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

985. spurningaþraut: Þegar íslenskir karlar unnu verðlaun í handbolta

985. spurningaþraut: Þegar íslenskir karlar unnu verðlaun í handbolta

Fyrri aukaspurning:

Ungi pilturinn á myndinni hér að ofan er löngu dáinn — reyndar í hárri elli. Hvað hét hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Norður af hvaða tveimur löndum er Barentshaf?

2.  Árið 2016 munaði ekki nema því sem munaði að Halla Tómasdóttir fengi eftirsótt starf. Hvaða starf var það?

3.  Hvar eru Langerhans-eyjarnar? Eru þær milli Borneo og Súmötru — í brisinu — á yfirborði tunglsins Ganýmedesar — í Karíbahafi — í óshólmum Rínar í Hollandi — eða við Suðurskautslandið?

4. Í febrúar 2000 hófst stutt eldgos í fjalli einu og er helst eftirminnilegt vegna gríðarlegs umferðaröngþveitis sem varð þegar fólk á höfuðborgarsvæðinu brunaði út í snjókomu og fjúk og fjöldi bíla festsist í Þrengslunum. Hvaða fjall vakti slíka forvitni?

5. Hvað nefnist sjónvarpsþáttur þeirra Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar um íslenska tungu?

6. Um hvaða höfuðborg í Evrópu fellur áin Liffey?

7.  Ein er sú tegund lítilla fiska sem fjölga sér með óvenjulegum hætti. Frjóvgunin fer þannig fram að hrygnan verpir eggjum í sekk á kvið hængsins. Hann frjóvgar þau síðan í sekknum og gætir eggjana þar þangað til þau klekjast. Litlar lirfur synda svo úr sekknum og takast á við lífið án verndar foreldranna. Hvers konar fiskar eru þetta?

8.  Íslenska handboltalandsliðið í karlaflokki hefur tvívegis unnið til verðlauna á stórmótum. Einu sinni vann liðið silfurverðlaun eftir að hafa tapað úrslitaleik. Á hvaða móti var þetta? Svarið þarf að vera nokkuð nákvæmt.

9.  En hverjir voru það sem sigruðu Íslendinga í þessum úrslitaleik og unnu því gullið á mótinu?

10.  Tveim árum eftir að hafa unnið þessi silfurverðlaun, þá vann Ísland bronsverðlaun eftir að hafa unnið Pólverja í leik um 3ja sæti. Á hvaða móti var þetta? — og hér þarf svarið ekki að vera eins nákvæmt og í 8. spurningu.

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða stórborg er myndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Noregi og Rússlandi.

2.  Starf forseta Íslands.

3.  Í brisinu.

4.  Hekla.

5.  Kappsmál.

6.  Dublin.

7.  Sæhestar.

8.  Ólympíuleikarnir í Bejing 2008.

9.  Frakkar.

10.  Evrópumóti — það dugar.

***

Svör við aukaspurningum:

Pilturinn á efri myndinni hét Winston Churchill og var um tíma forsætisráðherra Breta.

Neðri myndin er tekin í Barcelona.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár