Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Flest vopnanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn á hryðjuverkaógn löglega skráð

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur sagt sig frá rann­sókn­inni vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­stak­ling sem hef­ur ver­ið nefnd­ur í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á ætl­aðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka. Gæslu­varð­halds­úrskurð­ur yf­ir öðr­um mann­anna sem sit­ur í varð­haldi vegna máls­ins hef­ur ver­ið fram­lengd­ur um viku.

Flest vopnanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn á hryðjuverkaógn löglega skráð

Héraðsdómur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir öðrum af þeim tveimur mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi undanfarna 7 daga vegna rannsóknar yfirvalda á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka á Íslandi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hefði annars runnið út í dag. Hinn maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 

„Hættustig vegna hryðjuverka er enn þá metið lágt,“ sagði Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á blaðamannafundi sem lögreglan hélt í dag vegna rannsóknar á meintri skipulagningu hryðjuverka hér á landi. Fleiri hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu undanfarna daga án þess að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það eru því bara íslensku mennirnir tveir sem handteknir voru í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í síðustu viku sem sæta varðhaldi vegna málsins. 

Ríkislögreglustjóri vanhæf til rannsóknarinnar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri óskaði eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja sig frá rannsókn málsins um ætlaðan undirbúning hryðjuverka. Á það féllst saksóknari og flutti rannsóknarforræði málsins til embættis héraðssaksóknara. 

VanhæfSigríður Björk hefur sagt sig frá málinu vegna fjölskyldutengsla við einstakling sem nefndur hefur verið í tengslum við rannsókn málsins.

Ástæðan, sagði Sveinn Ingiberg, eru upplýsingar um að einstaklingur sem er tengdur ríkislögreglustjóra fjölskylduböndum hefur verið nefndur í tengslum við málið. „Ríkislögreglustjóri sagði sig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir,“ sagði hann í upphafi fundarins. Starfsmenn embættisins munu áfram koma að rannsókn málsins.

Til viðbótar hafa gögn verið send til lögregluembætta á Norðurlöndunum sem og til Europol, sem aðstoðar íslensk yfirvöld við rannsókn málsins. 

Handteknir eftir nokkurra klukkutíma grun

Lögreglan brást hratt við þegar hana fór að gruna að mennirnir væru að skipuleggja hryðjuverk. „Það voru bara örfáar klukkustundir,“ sagði Grímur og Sveinn Ingiberg tók undir. 

Spurður hvort að sannanir liggi fyrir um að í raun hafi mennirnir verið að skipuleggja hryðjuverkaárásir sagði Grímur að það væri það sem verið væri að rannsaka, en hann myndi ekki upplýsa neitt um það á meðan að á rannsókn stæði. Spurður enn fremur um hvort hafi fundist vísbendingar um að mennirnir hafi átt sér einhverja fyrirmynd í þekktum hryðjuverkamönnum vildi Grímur ekki svara því.

Stundin, og fleiri fjölmiðlar, hafa greint frá því að rannsókn lögreglu beinist að því hvort mennirnir tengist norrænum og evrópskum öfgahópum. Um það vildi lögreglan ekki tjá sig á fundinum. Sveinn Ingibergur vildi heldur ekki svara hvort að í raun hafi verið rétt að mennirnir hefðu slíkar tengingar.

Haldlögð vopnHluti vopnanna og skotanna sem haldlögð hafa verið í rannsókn lögreglu.

Tugir skotvopna haldlögð

Að rannsókninni koma um 50 lögreglumenn frá embættunum þremur sem koma að málinu, auk sérsveitarmanna og annarra lögreglumanna sem komu að húsleitum og handtökum. Farið hefur verið í 17 húsleitir og 60 munir hafa verið haldlagðir. Tugir skotvopna eru þar á meðal, svo sem vopn sem gerð höfðu verið hálfsjálfvirk. 

Hluti vopnanna voru þrívíddarprentuð og einnig fundust íhlutir, bæði keyptir og prentaðir, til framleiðslu vopna. Þá fundust skotfæri og sveðjur. „Það þarf enginn að efast um það að hægt er að framleiða hættuleg vopn með þessum hætti,“ sagði Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, um hin þrívíddarprentuðu vopn.

„Það eru ekki svo margar þrívíddarprentaðar byssur sem við höfum haldlagt, þær eru örfáar.“
Grímur Grímsson
yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

„Það eru ekki svo margar þrívíddarprentaðar byssur sem við höfum haldlagt, þær eru örfáar,“ sagði Grímur. Flest vopnanna, sem eru framleidd með hefðbundnum hætti, eru skráð í samræmi við lög.

Þau þrívíddarprentuðu vopn sem fundust hafa ekki verið prófuð og því ekki ljóst hvort þau virki. Hins vegar segir Grímur að lögreglan hafi rökstuddan grun um að þau virkuðu. Prófun á slíkum vopnum færi fram með öðrum hætti en verksmiðjuframleidd vopn, enda krefjist það frekari öryggisráðstafana. 

Sveinn Ingiberg fullyrti að full ástæða hafi verið til að fara í þær aðgerðir sem farið var í, húsleitir og handtökur auk gæsluvarðhalds. Grímur tók í sama streng. „Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt,“ sagði hann. Undir lok fundar var almenningur svo hvattur til að láta lögreglu vita hefði það vitneskju um þrívíddarprentuð vopn einhvers staðar úti í samfélaginu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslutaka yfir föður ríkislögreglustjóra: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Skýrslu­taka yf­ir föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra: „Ef þið bara hefð­uð skoð­að hver skyld­menni mín eru, þá hefð­uð þið ekki kom­ið hing­að“

Menn sem grun­að­ir eru um að hafa ver­ið að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi báru við yf­ir­heyrsl­ur að hálf­sjálf­virkt skot­vopn í þeirra fór­um væri feng­ið frá Guð­jóni Valdi­mars­syni, vopna­sala og föð­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefði Guð­jón keypt þrívídd­ar­prent­að skot­vopn af ein­um mann­anna. Guð­jón sagði við skýrslu­töku að ann­að hvort hefðu lög­reglu­menn ekki kynnt sér ætt­artengsl hans eða ver­ið væri að reyna að koma höggi á rík­is­lög­reglu­stjóra. Stund­in hef­ur skýrsl­una und­ir hönd­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár