Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, hefur ekki enn afgreidd sérsamning SFS við Úrvinnslusjóð vegna úrvinnslu á veiðarfærum. Samningurinn hefur legið inn í ráðuneyti hans síðan í október 2021. Á meðan gildir gamall samningur frá árinu 2005. Sá samningur stenst ekki lög, og hefur aldrei gert í þau 17 ár sem hann hefur verið í gildi, samkvæmt umsögnum Umhverfisstofnunar. Þrátt fyrir þessar umsagnir samþykkti stjórn Úrvinnslusjóðs samninginn. Yfir samningstímabilið hafa sveitarfélög og hafnarsamlög um allt land greitt gríðarlegar fjárhæðir til að niðurgreiða þann kostnað sem úrvinnslu á veiðarfærum hefur með sér í för.
Þann 17. september síðastliðinn tilkynnti SFS að samtökin að þau hefðu gert samning við norskt endurvinnslufyrirtæki til að endurvinna veiðarfæri sem samtökin safna í samstarfi við íslenskar netagerðir. Fyrirtækið er skráð í Noregi og , en allt efni sem fyrirtækið tekur við er reyndar sent til Litháen. Þennan samning skrifaði SFS undir, þrátt fyrir að ekki sé búið að …
Athugasemdir