Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

970. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, I.

970. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, I.

Þessi þemaþraut snýst um jólabækurnar í ár.  Fyrri aukaspurning:

Höfundurinn hér að ofan sendir frá sér vísindaskáldsögu fyrir þessi jól. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Ein af mest seldu bókunum heitir Játningin. Hver skrifar hana?

2.  Játningar heitir önnur bók sem kemur út um jólin, frönsk bók sem Pétur Gunnarsson þýddi. Hver skrifaði þá bók fyrir margt löngu?

3.  Mest selda barnabókin fram að þessu virðist vera Bannað að ljúga eftir ... hvern?

4.  Á sporbaug heitir skemmtilegt fræðirit sem vakið hefur nokkra athygli en þar skrifa þær Anna Sigríður Þráinsdóttir og Elín Elísabet Einarsdóttir um nýyrðasmíð tiltekins höfundar á fyrri tíð. Hver var nýyrðasmiðurinn?

5.  Vinsæl skáldsaga eftir Kristínu Eiríksdóttur heitir mjög stuttu og snaggaralegu nafni. Hvaða nafn er það?

6.  Kyrrþey heitir ein af metsölubókum ársins. Hún er eftir gamalreyndan höfund, sem sé ... hvern?

7.  Ein af bókunum í flokki fræðirita sem best hefur selst er eftir Þorvald Friðriksson og fjallar um áhrif hverra á íslenska sögu og menningu?

8.  Gættu þinna handa er eftir mjög vinsælan höfund, sem sé ... ?

9.  Karlmaður nokkur er ekki kunnastur fyrir ritstörf þótt hann hafi vissulega skrifað margt um ævina. En nú hefur hann út út Bréfin hennar mömmu þar sem hann birtir eigin æviminningar, auk bréfa móður sinnar. Hver er höfundurinn?

10.  Eden heitir ein af skáldsögum ársins. Höfundurinn er vinsæll og hefur m.a.s. fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, og heitir ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá hluta af kápu frægrar vísindaskáldsögu sem er að koma út á íslensku í fyrsta sinn. Nafn höfundarins sést þarna en hvað heitir bókin. Enskt nafn hennar dugar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ólafur Jóhann.

2.  Rousseau.

3.  Gunnar Helgason.

4.  Jónas Hallgrímsson.

5.  Tól.

6.  Arnaldur Indriðason.

7.  Kelta.

8.  Yrsa Sigurðardóttir.

9.  Ólafur Ragnar Grímsson.

10.  Auður Ava.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Steinar Bragi, höfundur bókarinnar Dáin heimsveldi.

Á neðri myndinni er hluti kápu skáldsögunnar Dune eftir Frank Herbert sem heitir Dúna á íslensku.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár