Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

970. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, I.

970. spurningaþraut: Jólabækurnar 2022, I.

Þessi þemaþraut snýst um jólabækurnar í ár.  Fyrri aukaspurning:

Höfundurinn hér að ofan sendir frá sér vísindaskáldsögu fyrir þessi jól. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Ein af mest seldu bókunum heitir Játningin. Hver skrifar hana?

2.  Játningar heitir önnur bók sem kemur út um jólin, frönsk bók sem Pétur Gunnarsson þýddi. Hver skrifaði þá bók fyrir margt löngu?

3.  Mest selda barnabókin fram að þessu virðist vera Bannað að ljúga eftir ... hvern?

4.  Á sporbaug heitir skemmtilegt fræðirit sem vakið hefur nokkra athygli en þar skrifa þær Anna Sigríður Þráinsdóttir og Elín Elísabet Einarsdóttir um nýyrðasmíð tiltekins höfundar á fyrri tíð. Hver var nýyrðasmiðurinn?

5.  Vinsæl skáldsaga eftir Kristínu Eiríksdóttur heitir mjög stuttu og snaggaralegu nafni. Hvaða nafn er það?

6.  Kyrrþey heitir ein af metsölubókum ársins. Hún er eftir gamalreyndan höfund, sem sé ... hvern?

7.  Ein af bókunum í flokki fræðirita sem best hefur selst er eftir Þorvald Friðriksson og fjallar um áhrif hverra á íslenska sögu og menningu?

8.  Gættu þinna handa er eftir mjög vinsælan höfund, sem sé ... ?

9.  Karlmaður nokkur er ekki kunnastur fyrir ritstörf þótt hann hafi vissulega skrifað margt um ævina. En nú hefur hann út út Bréfin hennar mömmu þar sem hann birtir eigin æviminningar, auk bréfa móður sinnar. Hver er höfundurinn?

10.  Eden heitir ein af skáldsögum ársins. Höfundurinn er vinsæll og hefur m.a.s. fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, og heitir ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá hluta af kápu frægrar vísindaskáldsögu sem er að koma út á íslensku í fyrsta sinn. Nafn höfundarins sést þarna en hvað heitir bókin. Enskt nafn hennar dugar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ólafur Jóhann.

2.  Rousseau.

3.  Gunnar Helgason.

4.  Jónas Hallgrímsson.

5.  Tól.

6.  Arnaldur Indriðason.

7.  Kelta.

8.  Yrsa Sigurðardóttir.

9.  Ólafur Ragnar Grímsson.

10.  Auður Ava.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Steinar Bragi, höfundur bókarinnar Dáin heimsveldi.

Á neðri myndinni er hluti kápu skáldsögunnar Dune eftir Frank Herbert sem heitir Dúna á íslensku.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár