Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Morðingi meðal tekjuhæstu Íslendinganna

Val­ur Lýðs­son, sem dæmd­ur var í fjór­tán ára fang­elsi fyr­ir að hafa ban­að Ragn­ari bróð­ur sín­um ár­ið 2018, hafði 70 millj­ón­ir króna í tekj­ur á síð­asta ári. Val­ur barð­ist harka­lega gegn því að þurfa að greiða börn­um bróð­ur síns bæt­ur við með­ferð dóms­máls­ins. „Það virð­ist marg­ur til­bú­inn til að standa upp og verja þá sem eru efn­að­ir í þessu sam­fé­lagi,“ seg­ir Ingi Rafn, son­ur Ragn­ars.

Morðingi meðal tekjuhæstu Íslendinganna
Í fangelsi með tugmilljóna tekjur Þrátt fyrir að hafa setið í fangelsi frá árinu 2018 var Valur Lýðsson með um 70 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Að langmestu leyti var um að ræða fjármagnstekjur. Mynd: MBL / Kristinn Magnússon

Einn þeirra Íslendinga sem skipa sér í efsta eina prósent landsmanna sem hæstar tekjur höfðu á síðasta ári er dæmdur morðingi. Sá er Valur Lýðsson, sem árið 2018 var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands, fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana með harkalegu ofbeldi.

Valur hafði rétt tæpar 70 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Sonur Ragnars heitins, Ingi Rafn, segir þetta sýna enn betur hversu ósvífinn Valur, föðurbróðir sinn, hafi verið þegar hann barðist harkalega gegn því að þurfa að greiða börnum bróður síns bætur við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá telur hann það hversu vel stæður Valur sé, og hafi verið, skýra ýmislegt þegar kemur að framgöngu fólks sem tengist fjölskyldunni. „Það er alveg augljóst að þegar þú ert sterkefnaður færðu mikla samúð og mikinn stuðning, alveg sama hvað þú gerir.“

Ofsafengin líkamsárás …

Kjósa
-2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Rúna Stefánsdóttir skrifaði
    Þessar bætur eru til skammar og finn ég mikið til með aðstandendum hins látna. Hvernig má það vera að einhver sem missir vinnu vegna þess að hann var ranglega ráðin ( einhver annar hæfari) fái meiri bætur en þessi systkini sem misstu föður sinn 🤔 Hér mætti fara að skoða og breyta réttarfar okkar. Hvernig er þetta hægt!! 😡
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár