Einn þeirra Íslendinga sem skipa sér í efsta eina prósent landsmanna sem hæstar tekjur höfðu á síðasta ári er dæmdur morðingi. Sá er Valur Lýðsson, sem árið 2018 var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands, fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana með harkalegu ofbeldi.
Valur hafði rétt tæpar 70 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Sonur Ragnars heitins, Ingi Rafn, segir þetta sýna enn betur hversu ósvífinn Valur, föðurbróðir sinn, hafi verið þegar hann barðist harkalega gegn því að þurfa að greiða börnum bróður síns bætur við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá telur hann það hversu vel stæður Valur sé, og hafi verið, skýra ýmislegt þegar kemur að framgöngu fólks sem tengist fjölskyldunni. „Það er alveg augljóst að þegar þú ert sterkefnaður færðu mikla samúð og mikinn stuðning, alveg sama hvað þú gerir.“
Athugasemdir (1)