Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

963. spurningaþraut: „Þetta eru endalok heimsins eins og við þekkjum hann“

963. spurningaþraut: „Þetta eru endalok heimsins eins og við þekkjum hann“

Fyrri aukaspurning:

Á skaganum fyrir miðri mynd eru tvö ríki. Hvað heita þau?

***

Aðalspurningar:

1.  „Afar fögur er mær þessi og munu margir þess gjalda. En hitt veit ég eigi hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir vorar.“ Um hvaða konu var þetta sagt?

2.  Hvað hét sú söngvamynd fyrir börn sem frumsýnd var í september síðastliðnum?

3.  Í myndinni var, eins og svo gjarnan, stuðst við eldra verk. Hvað var það og hver sendi það frá sér?

4.  Japanska kvikmyndin 隠し砦の三悪人 eða Leynivirkið var frumsýnd 1958. Þetta er dramatísk ævintýramynd úr fortíðinni þar sem segir frá tveim bændum sem taka að sér að fylgja karli og konu yfir víglínu óvina í stríði, en vita ekki að karlinn er mikilvægur hershöfðingi og konan prinsessa. Tuttugu árum seinna var frumsýnd önnur kvikmynd í öðru landi sem fékk mjög margt að láni úr Leynivirkinu. Leikstjóri hennar fór heldur ekkert í felur með aðdáun sína á japönsku myndinni. Nýja myndin var geysivinsæl. Hvaða mynd er þetta?

5.  Leikstjóri Leynivirkisins var hins vegar einn allri fremsti kvikmyndagerðarmaður Japana sem gerði fjölda mynda allt frá Rashomon og Sjö samúræjum til Dersu Uzala, Kagamusha og Ran. Hvað hét hann?

6.  Hvað hét fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna?

7.  Hver er ritstjóri Kveiks hjá Ríkisútvarpinu?

8.  „It's the end of the world as we know it,“ söng og lék vinsæl hljómsveit árið 1987. Hvaða hljómsveit?

9.  En hvernig var framhaldið: „It's the end of the world as we know it, and ...“ hvað?

10.  Hann varð keisari í landi einu árið 1888, 29 ára gamall. Árið 1918 sagði hann af sér eftir 30 ár á valdastóli og bjó svo í útlegð í nágrannaríki í 22 ár til viðbótar. Svo dó hann, flestum gleymdur 1941. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist þessi sort af límúsínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1. Hallgerði langbrók.

2.  Abbababb.

3.  Barnaplötu (hljómplötu) Dr. Gunna.

4.  Star Wars.

5.  Kurosawa.

6.  Lenín.

7.  Þóra Arnórsdóttir.

8.  REM.

9.  „I feel fine.“

10.  Vilhjálmur — altso Þýskalandskeisari.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kóreuskagi og ríkin heita Suður-Kórea og Norður-Kórea. Skaginn snýr að vísu „öfugt“ á myndinni — suður snýr upp en norður niður.

Á neðri myndinni er Zil-limúsínan sem framleidd var í Sovétríkjunum og síðar Rússlandi.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár