Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

963. spurningaþraut: „Þetta eru endalok heimsins eins og við þekkjum hann“

963. spurningaþraut: „Þetta eru endalok heimsins eins og við þekkjum hann“

Fyrri aukaspurning:

Á skaganum fyrir miðri mynd eru tvö ríki. Hvað heita þau?

***

Aðalspurningar:

1.  „Afar fögur er mær þessi og munu margir þess gjalda. En hitt veit ég eigi hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir vorar.“ Um hvaða konu var þetta sagt?

2.  Hvað hét sú söngvamynd fyrir börn sem frumsýnd var í september síðastliðnum?

3.  Í myndinni var, eins og svo gjarnan, stuðst við eldra verk. Hvað var það og hver sendi það frá sér?

4.  Japanska kvikmyndin 隠し砦の三悪人 eða Leynivirkið var frumsýnd 1958. Þetta er dramatísk ævintýramynd úr fortíðinni þar sem segir frá tveim bændum sem taka að sér að fylgja karli og konu yfir víglínu óvina í stríði, en vita ekki að karlinn er mikilvægur hershöfðingi og konan prinsessa. Tuttugu árum seinna var frumsýnd önnur kvikmynd í öðru landi sem fékk mjög margt að láni úr Leynivirkinu. Leikstjóri hennar fór heldur ekkert í felur með aðdáun sína á japönsku myndinni. Nýja myndin var geysivinsæl. Hvaða mynd er þetta?

5.  Leikstjóri Leynivirkisins var hins vegar einn allri fremsti kvikmyndagerðarmaður Japana sem gerði fjölda mynda allt frá Rashomon og Sjö samúræjum til Dersu Uzala, Kagamusha og Ran. Hvað hét hann?

6.  Hvað hét fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna?

7.  Hver er ritstjóri Kveiks hjá Ríkisútvarpinu?

8.  „It's the end of the world as we know it,“ söng og lék vinsæl hljómsveit árið 1987. Hvaða hljómsveit?

9.  En hvernig var framhaldið: „It's the end of the world as we know it, and ...“ hvað?

10.  Hann varð keisari í landi einu árið 1888, 29 ára gamall. Árið 1918 sagði hann af sér eftir 30 ár á valdastóli og bjó svo í útlegð í nágrannaríki í 22 ár til viðbótar. Svo dó hann, flestum gleymdur 1941. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist þessi sort af límúsínu?

***

Svör við aðalspurningum:

1. Hallgerði langbrók.

2.  Abbababb.

3.  Barnaplötu (hljómplötu) Dr. Gunna.

4.  Star Wars.

5.  Kurosawa.

6.  Lenín.

7.  Þóra Arnórsdóttir.

8.  REM.

9.  „I feel fine.“

10.  Vilhjálmur — altso Þýskalandskeisari.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kóreuskagi og ríkin heita Suður-Kórea og Norður-Kórea. Skaginn snýr að vísu „öfugt“ á myndinni — suður snýr upp en norður niður.

Á neðri myndinni er Zil-limúsínan sem framleidd var í Sovétríkjunum og síðar Rússlandi.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu