Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa sýnt af sér óheiðarleika þegar hún sagði að óþarft væri að Björk héldi blaðamannafund ásamt Gretu Thunberg með áskorun til forsætisráðherra Norðurlandanna, vegna þess að hún myndi gera það sjálf í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum í New York haustið 2019.
Á þessum tíma var Gréta Thunberg 16 ára gömul og á siglingu yfir Norður-Atlantshafið. Björk lýsir því í samtali við Víðsjá á Rás 1 í dag hvernig það atvikaðist að Björg og Gréta hættu við blaðamannafund sinn þar sem þær ætluðu að leggja fram áskorun.

„Það sem gerðist var að þarna um haustið, þegar Gréta var að sigla á bátnum yfir Atlantshafið, voru margir að bíða eftir henni New York-megin. Þá akkurat var Katrín yfir …
Athugasemdir