957. spurningaþraut: Auðvelt fyrir þá sem þekkja trukka!

957. spurningaþraut: Auðvelt fyrir þá sem þekkja trukka!

Aukaspurning fyrri:

Myndin hér að ofan er tekin um 1880. Hvaða tónskáld situr þarna og leikur á píanóið sitt?

***

Aðalspurningar:

1.  Bayer lyfjafyrirtækið er stöndugt enn í dag enda stendur það á gömlum grunni. Í hvaða þýsku borg eru aðalstöðvar Bayer fyrirtækisins? Við að svara þessari spurningu standa fótboltaáhugamenn reyndar sérlega vel að vígi.

2.  Frá 1898 til 1910 mokaði fyrirtækið inn peningum á nýju lyfi sem það framleiddi í stórum stíl þótt reyndar hafi lyfjafræðingar Bayer ekki fundið það upp sjálfir. Lyfið átti að nota gegn verkjum, hósta, berklum og lungnabólgu. Framleiðslan dróst saman og var svo hætt þegar kom í ljós að lyfið átti sínar slæmu hliðar. Hvaða efni var þetta?

3.  Í hvaða landi var og er tungumálið sanskrít helst talað?

4.  Hvaða landfógeti bjó lengi í Viðey?

5.  Hver er núverandi heilbrigðisráðherra?

6.  Fræg bandarísk leikkona varð brautryðjandi í líkamsrækt þegar hún gaf líkamsræktarvídeó árið 1982?

7.  Brynja Dan Gunnarsdóttir er ungur stjórnmálamaður og varaþingmaður fyrir ... hvaða flokk?

8.  Hvað var Albert Einstein boðið árið 1952? Var það forsetaembættið í Ísrael — geimferð með tilraunageimfari í Frakklandi — hertogatign í Bretlandi — prófessorsstaða við Háskóla Íslands — vist meðal einsetumanna í Qumran við Dauðahafið?

9.  Hver var höfuðborg Danmerkur fram til 1443?

10.  Bonifacio-sund liggur milli tveggja stórra eyja í Miðjarðarhafi. Það er ekki nema 11 kílómetra breitt, en hverjar eru eyjarnar tvær?

***

Aukaspurning seinni:

Trukkurinn hér að neðan er af víðfrægri trukkagerð, sem sé ... hvaða?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Leverkusen.

2.  Heróín.

3.  Á Indlandi.

4.  Skúli Magnússon.

5.  Willum Þór Þórsson.

6.  Jane Fonda.

7.  Framsóknarflokkinn.

8.  Forsetaembættið í Ísrael.

9.  Hróarskelda.

10.  Korsíka og Sardinía.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Richard Wagner.

Trukkurinn á neðri myndinni er af gerðinni:

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu