Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

957. spurningaþraut: Auðvelt fyrir þá sem þekkja trukka!

957. spurningaþraut: Auðvelt fyrir þá sem þekkja trukka!

Aukaspurning fyrri:

Myndin hér að ofan er tekin um 1880. Hvaða tónskáld situr þarna og leikur á píanóið sitt?

***

Aðalspurningar:

1.  Bayer lyfjafyrirtækið er stöndugt enn í dag enda stendur það á gömlum grunni. Í hvaða þýsku borg eru aðalstöðvar Bayer fyrirtækisins? Við að svara þessari spurningu standa fótboltaáhugamenn reyndar sérlega vel að vígi.

2.  Frá 1898 til 1910 mokaði fyrirtækið inn peningum á nýju lyfi sem það framleiddi í stórum stíl þótt reyndar hafi lyfjafræðingar Bayer ekki fundið það upp sjálfir. Lyfið átti að nota gegn verkjum, hósta, berklum og lungnabólgu. Framleiðslan dróst saman og var svo hætt þegar kom í ljós að lyfið átti sínar slæmu hliðar. Hvaða efni var þetta?

3.  Í hvaða landi var og er tungumálið sanskrít helst talað?

4.  Hvaða landfógeti bjó lengi í Viðey?

5.  Hver er núverandi heilbrigðisráðherra?

6.  Fræg bandarísk leikkona varð brautryðjandi í líkamsrækt þegar hún gaf líkamsræktarvídeó árið 1982?

7.  Brynja Dan Gunnarsdóttir er ungur stjórnmálamaður og varaþingmaður fyrir ... hvaða flokk?

8.  Hvað var Albert Einstein boðið árið 1952? Var það forsetaembættið í Ísrael — geimferð með tilraunageimfari í Frakklandi — hertogatign í Bretlandi — prófessorsstaða við Háskóla Íslands — vist meðal einsetumanna í Qumran við Dauðahafið?

9.  Hver var höfuðborg Danmerkur fram til 1443?

10.  Bonifacio-sund liggur milli tveggja stórra eyja í Miðjarðarhafi. Það er ekki nema 11 kílómetra breitt, en hverjar eru eyjarnar tvær?

***

Aukaspurning seinni:

Trukkurinn hér að neðan er af víðfrægri trukkagerð, sem sé ... hvaða?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Leverkusen.

2.  Heróín.

3.  Á Indlandi.

4.  Skúli Magnússon.

5.  Willum Þór Þórsson.

6.  Jane Fonda.

7.  Framsóknarflokkinn.

8.  Forsetaembættið í Ísrael.

9.  Hróarskelda.

10.  Korsíka og Sardinía.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Richard Wagner.

Trukkurinn á neðri myndinni er af gerðinni:

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár