Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Vakin upp af lögreglu vegna falskrar tilkynningar fyrrverandi kærasta

Sam­býl­is­mað­ur Martynu Ylfu sleit sam­bandi við hana upp úr þurru og hóf sam­band við aðra konu. Þeg­ar Martyna sagði mann­in­um að hún vildi ekki taka upp sam­band við hann að nýju sig­aði hann lög­regl­unni á heim­ili henn­ar með falskri til­kynn­ingu um ógn­andi skila­boð.

Vakin upp af lögreglu vegna falskrar tilkynningar fyrrverandi kærasta
Hélt hún væri að missa þráðinn Martyna skoðaði símann sinn eftir að lögreglumennirnir greindu henni frá tilkynningu um ógnandi skilaboð því hún hélt að hún væri að missa það. Tilkynningin var markleysa og runnin undan rifjum fyrrverandi kærasta hennar.

Klukkan hálf eitt um nótt vaknaði Martyna Ylfa upp við að barið var á dyrnar hjá henni. Í svefnrofunum fór hún fram og þegar hún opnaði mættu henni fjórir fílefldir lögreglumenn. Þeir upplýstu hana aðspurðir um að borist hefði tilkynning um að hún hefði sent ógnandi og sjálfsógnandi skilaboð úr síma sínnum. „Ég vissi ekkert hvað var verið að tala um, ég var bara sofandi heima hjá mér. Gaslýsingin var svo mikil að ég fór í símann minn og skoðaði hvort ég hefði sent einhver skilaboð, hvort ég væri búin að missa þráðinn algjörlega. En nei, ég hafði ekki gert það.“

Sá sem sendi umrædda tilkynningu til lögreglu er að sögn Martynu fyrrverandi kærasti hennar, maður sem hún lýsir í viðtali við Eddu Falak í þættinum Eigin konur að hafi beitt hana andlegu ofbeldi og gaslýsingu í sambandi. Þannig hafi tilkynning hans til lögreglu verið afleiðing af því að hún hafi gert honum grein fyrir því að hún gæti ekki, og vildi ekki, taka aftur upp samband við manninn.

Martyna lýsir í viðtalinu reynslu sinni af sambandinu við manninn sem hún telur að sé með narsisíska persónuleikaröskun. Rétt er að undirstrika hér að slík greining er aðeins á færi fagfólks. Martyna segir að augljóst mynstur hafi verið í hegðun mannsins gagnvart konum, þannig hafi hún fengið staðfest frá öðrum konum sem hann hafi verið í sambandi með að hegðun hans gagnvart þeim hafi verið keimlík því sem hún upplifði.

Sýndi af sér yfirdrifna ástúð í fyrstu

Þegar Martyna hóf samband með manninum var hegðun hans allt öðruvísi en hún hafði átt að venjast í fyrri samböndum. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hún hafi tengst manneskju með jafn afgerandi hætti. „Hann var fyrsta manneskjan sem fannst allt sem ég geri flott, allt sem ég klæðist flott, allt sem ég segi, hann dýrkaði mig bara. Ég vissi það ekki á þeim tíma en þetta var bara „love bombing“.“ Slíka hegðun einkennir yfirdrifin ástúð í orðum og gjörðum sem beitt er til að öðlast stjórn eða vald yfir manneskju sem fyrir verður.

Þegar frá leið, eftir að ástarbríminn í upphafi var afstaðinn, breyttist hegðun mannsins hins vegar að sögn Martynu. Hegðunin fór frá því að vera yfirdrifin ástúð yfir í að frá manninum fór að anda köldu til Martynu. „Þegar hann tók eftir að ég væri ekki fullkomin, að ég væri manneskja sem fengi stundum magaverk eða væri stundum í vondu skapi, stundum væri mikið að gera í vinnunni eða ég væri stressuð. Ég er ekki að segja að ég hafi aldrei gert neitt rangt, ég er ekki komin hingað til að segja „aumingja ég“.“

Martyna segir að maðurinn hafi ekki endilega sagt margt við hana, gagnrýnt hana, heldur hafi það verið hegðun hans sem breyttist. Til að mynda hafi hún fengið Covid og verið töluvert mikið veik. „Ég sá á honum hvað honum fannst það pirrandi, að ég væri svona veik, hvað hann var reiður við mig yfir að ég væri veik. Samt var það hann sem smitaði mig.“

Gekk yfir kynferðisleg mörk

Í upphafi sambandsins hafi maðurinn verið mjög styðjandi en þegar Martynu hafi gengið vel, „aðeins of vel“, hafi hann ekki sætt sig við það, segir Martyna. Þannig hafi henni liðið eins og hann hafi haft miklar efasemdir um að hún sækti sér meira nám, því þar með yrði hún menntaðri en hann, og sömuleiðis greindi hún afbrýðisemi hans vegna þess hvernig henni gekk í vinnu. „Ég tók eftir því að hann var ósáttur við mig. Ég sé það núna að hann vildi ýta mér niður, að hann ætti að gera betur en ég.“

„Þegar hann var reiður tók hann það út á mér líkamlega“

Þá hafi Martyna ekki fengið réttar upplýsingar frá manninum um hans daglega líf, hann hafi sagt ýmislegt um nám og störf sem síðar hafi komið í ljós að ekki var fótur fyrir. Þannig hafi hann meðal annars talið henni trú um að hann væri í skóla en í raun hafi hann fallið í skólanum og ekki verið í námi lengur á ákveðnum tíma í sambandinu. Þá hafi hann ekki borgað leigu á meðan þau bjuggu saman í íbúð Martynu. Hann hafi, segir Martyna, talið henni trú um að fyrri kærusta hefði krafist svo mikils af honum peningalega að hún hafi farið í baklás vegna þess og ekki viljað haga sér með þeim hætti. Því hafi hún látið þetta yfir sig ganga. Sömuleiðis hafi maðurinn fundið leiðir til að víkja sér undan því þegar Martyna gagnrýndi hann eða var ósátt við eitthvað í sambandinu. „Ef ég var eitthvað ósátt við hann gerðist alltaf eitthvað svakalegt á sama tíma, mamma hans varð veik eða eitthvað hrundi í sundur. Ég fékk bara samviskubit,“ segir Martyna sem leið því þannig að hún ætti aldrei rétt á að vera ósátt því alltaf var eitthvað meira og verra í gangi í lífi mannsins.

Maðurinn fór þá einnig yfir mörk Martynu kynferðislega að því er hún lýsir. „Hann var stundum mjög agressívur. Þegar hann var reiður tók hann það út á mér líkamlega. Ég held að hann hafi gert það til að sýna mér hvað hann gæti gert, að sýna mér að hann gæti meitt mig ef hann vildi.“

Sleit sambandinu án fyrirvara

Verst fannst Martynu þó framkoma mannsins þegar hann sleit sambandi þeirra. Hún hafði farið til útlanda í þriggja daga skemmtiferð með vinkonu sinni. „Allan tímann meðan ég var úti var hann að senda mér skilaboð, um að hann elski mig, hann sakni mín, geti ekki beðið eftir að sjá mig. Þegar ég lenti hér heima opnaði ég skilaboð frá honum þar sem sagði að hann væri bara farinn.“

Martyna var miður sín enda átti hún alls ekki von á þessari hegðun. „Þetta fór frá því að vera í 100 prósent samband, ekkert rifrildi eða neitt, og svo var hann bara farinn.“ Aldrei komu neinar skýringar á því hvers vegna maðurinn sleit sambandinu að sögn Martynu.

Martyna komst síðar að því að maðurinn hefði verið í sambandi við aðra konu áður en hann sleit sambandinu við hana. Hana grunar að það samband hafi staðið um langa hríð. Þegar það samband rann sitt skeið hafði hann strax samband við Martynu og vildi taka upp samband við hana á ný. Á þeim tíma var Martynu þó ekki orðið ljóst að maðurinn hefði verið í öðru sambandi.

Hélt hún væri að missa þráðinn

Martyna segir að hún hafi gjarnan viljað tala við manninn um það hvað eiginlega hafi gerst, hvers vegna hann hafi slitið sambandi þeirra. Því hafi hún samþykkt að hitta hann sem hafi smám saman leitt til þess að þau hafi tekið upp samband að nýju, með varfærnislegum hætti af hennar hálfu þó.

„Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til“

Sem fyrr segir var Martynu á þessum tíma ekki ljóst að maðurinn hefði verið í sambandi við aðra konu. Þegar henni hafi orðið það ljóst hafi hún gert honum grein fyrir því að hún gæti ekki og vildi ekki halda sambandinu áfram. „Þetta gerist um níu leytið um kvöld. Um nóttina hringir hann síðan í lögregluna. Ég var steinsofandi klukkan hálf eitt um nóttina þegar það banka upp á hjá mér fjórar löggur. Ég opna fyrir þeim og spyr hvað sé eiginlega að gerast. Þeir segja að það hafi borist tilkynning um að ég hafi verið að senda ógnandi og sjálfsógnandi skilaboð. Ég vissi ekkert hvað var verið að tala um, ég var bara sofandi heima hjá mér. Gaslýsingin var svo mikil að ég fór í símann minn og skoðaði hvort ég hefði sent einhver skilaboð, hvort ég væri búin að missa þráðinn algjörlega. En nei, ég hafði ekki gert það.“

Martyna vill meina að maðurinn hafi þarna notað gegn sér að hún hafi trúað honum fyrir því að eftir að hann sleit sambandinu við hana hafi Martyna orðið mjög þunglynd, hún hafi þurft að sækja sér aðstoð á geðdeild vegna þess.

Framkoma mannsins hefur því haft slæm áhrif á líðan Martynu. „Ef ég hugsa til baka núna, og hugsa góðar minningar sem ég á, að vita að þetta var allt falskt, að þetta var ekki satt og þetta var ekki hann. Að vita að allan þennan tíma var hann í öðru sambandi, að leika leik. Manneskjan sem ég elskaði mest var ekki til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eigin konur

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár