Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fleiri en 1.200 börn bíða eftir greiningum

Börn­um sem bíða eft­ir að kom­ast að í grein­ingu vegna þroska-, geð- og hegð­unarrask­ana hef­ur fjölg­að um 160 það sem af er ári. Ei­lít­ið hef­ur tek­ist að saxa á bið­lista hjá Barna- og ung­linga­geð­deild. Í lok síð­asta árs biðu 3.700 börn eft­ir þjón­ustu tal­meina­fræð­inga.

Fleiri en 1.200 börn bíða eftir greiningum
Löng bið eftir þjónustu Hundruð barna bíða eftir þjónustu hjá ýmsum aðilum og er biðtími töluvert langur. Mynd: Unsplash

Börnum sem bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna og eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur fjölgað verulega það sem af er ári. Hins vegar hefur börnum sem bíða eftir þjónustu hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) fækkað nokkuð, ef frá eru talin börn sem bíða eftir þjónustu transteymisins. Bið eftir þeirri þjónustu hefur þó styst talsvert.

Umboðsmaður barna hefur tekið saman upplýsingar um fjölda barna sem bíða eftir þjónustu ýmissa aðila. Fyrst réðst umboðsmaður í slíka upplýsingaöflun í lok síðasta árs og byggir samanburður á stöðu mála því á níu mánaða tímabili. Í töflu hér að neðan má sjá fjölda barna sem bíða þjónustu nokkurra aðila og breytingar þar á.

Mest hefur bið aukist eftir þjónustu hjá Geðheilusmiðstöð barna, um 92 börn á tímabilinu og bíða nú 830 börn eftir þjónustu miðstöðvarinnar. Þá hefur þeim börnum sem bíða eftir þverfaglegum greiningum hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgað um 67 og eru nú 393 talsins. Börn sem bíða eftir aðskilinni þjónustu hjá BUGL eru í heild 121, eilítið færri en í lok síðasta árs.

Auk þess sem kemur fram í töflunni hér að ofan má nefna að 618 börn bíða nú eftir þjónustu sálfræðinga hjá heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Meðalbiðtími eftir þjónustunni er 168 dagar. Sambærilegar tölur fyrir fyrra ár liggja ekki fyrir hjá umboðsmanni.

Á biðlista eftir meðferð í Barnahúsi er nú 31 barn en voru 38 í desember. Þá bíða 110 börn eftir þjónustu Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins.

Í desember síðastliðnum beið 3.701 barn eftir þjónustu talmeinafræðinga. Ekki eru til samræmdar tölur um biðlista hjá talmeinafræðingum svo óljóst er hver staðan er í dag.

Þá birtir umboðsmaður barna fjölda þeirra barna sem ýmist eru sakborningar eða brotaþolar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki eru til upplýsingar um hversu lengi mál þeirra hafa verið á borðum lögreglu heldur aðeins fjöldi barnanna. Til og með 15. ágúst síðastliðnum hafði lögreglu borist tilkynningar um kynferðisbrot gegn 40 börnum. Allt árið í fyrra bárust tilkynningar um slík brot gegn 152 börnum, sem er óvenjuhátt. Árið 2020 bárust lögreglu þannig 59 tilkynningar um kynferðisbrot gegn börnum og 89 árið 2019. Í tilkynningu á síðu umboðsmanns segir að meðal annars megi rekja þennan mikla fjölda árið 2021 til mikillar fjölgunar mála sem vörðuðu kynferðislegar myndsendingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu