Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir 40 árum eða svo var „Strandamaðurinn sterki“ Hreinn Halldórsson afreksmaður í ákveðinni íþróttagrein. Hvaða grein?

2.  Þótt kona ein hafi kannski staðið hér svolítið í skugga allra þekktustu reyfarahöfunda Íslands, þá hefur hún raunar vakið heilmikla athygli fyrir bækur sínar undanfarið — en fyrsta bók hennar, Spor, kom út 2009. Síðustu þrjár bækur mynda einskonar þríleik: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð. Hvað heitir hún?

3.  Matthías Johannessen var í áratugi ritstjóri hvaða dagblaðs?

4.  Árið 1935 réðst ítalski herinn inn í tiltekið Afríkuríki og lagði það undir sig en það hafði haldið sjálfstæði sínu gegnum allt nýlendutímabilið. Hvaða ríki var þetta?

5.  Hver var sá leiðtogi Ítala sem atti þeim út í þetta stríð?

6.  En hvað hét keisarinn í þessu Afríkulandi sem varð þá að hrökklast úr landi?

7.  Sá keisari varð nokkru síðar mjög óvænt þungamiðja í trúarhreyfingu í allt öðru landi í öðrum heimshluta — en sú trúarhreyfing tengdist líka mjög ákveðinni tónlistarstefnu. Hvaða tónlistarstefna var það?

8.  Í hvaða úthafi er Páskaeyja eða Rapa Nui?

9.  Í Ásum og í Aðaldal og í Hrútafirði og í Kjós og í Laxárdal og í Nesjum og í Refasveit eru samskonar náttúrufyrirbrigði sem heita alveg sama nafni. Hvaða nafni?

10.  Í hvaða firði eða flóa er annars Refasveit? Það má líka nefna sýslunafnið þar um slóðir.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér með sígarettu og eitursnák?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kúluvarpi.

2.  Lilja Sigurðardóttir.

3.  Morgunblaðsins.

4.  Eþíópíu.

5.  Mussolini.

6.  Haile Selassie.

7.  Reggí.

8.  Kyrrahafi.

9.  Laxá.

10.  Refasveit er við Húnaflóa eða í Húnavatnssýslu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Mike Tyson boxari.

Á neðri mynd er Jóhanna Kristjónsdóttir.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár