Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir 40 árum eða svo var „Strandamaðurinn sterki“ Hreinn Halldórsson afreksmaður í ákveðinni íþróttagrein. Hvaða grein?

2.  Þótt kona ein hafi kannski staðið hér svolítið í skugga allra þekktustu reyfarahöfunda Íslands, þá hefur hún raunar vakið heilmikla athygli fyrir bækur sínar undanfarið — en fyrsta bók hennar, Spor, kom út 2009. Síðustu þrjár bækur mynda einskonar þríleik: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð. Hvað heitir hún?

3.  Matthías Johannessen var í áratugi ritstjóri hvaða dagblaðs?

4.  Árið 1935 réðst ítalski herinn inn í tiltekið Afríkuríki og lagði það undir sig en það hafði haldið sjálfstæði sínu gegnum allt nýlendutímabilið. Hvaða ríki var þetta?

5.  Hver var sá leiðtogi Ítala sem atti þeim út í þetta stríð?

6.  En hvað hét keisarinn í þessu Afríkulandi sem varð þá að hrökklast úr landi?

7.  Sá keisari varð nokkru síðar mjög óvænt þungamiðja í trúarhreyfingu í allt öðru landi í öðrum heimshluta — en sú trúarhreyfing tengdist líka mjög ákveðinni tónlistarstefnu. Hvaða tónlistarstefna var það?

8.  Í hvaða úthafi er Páskaeyja eða Rapa Nui?

9.  Í Ásum og í Aðaldal og í Hrútafirði og í Kjós og í Laxárdal og í Nesjum og í Refasveit eru samskonar náttúrufyrirbrigði sem heita alveg sama nafni. Hvaða nafni?

10.  Í hvaða firði eða flóa er annars Refasveit? Það má líka nefna sýslunafnið þar um slóðir.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér með sígarettu og eitursnák?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kúluvarpi.

2.  Lilja Sigurðardóttir.

3.  Morgunblaðsins.

4.  Eþíópíu.

5.  Mussolini.

6.  Haile Selassie.

7.  Reggí.

8.  Kyrrahafi.

9.  Laxá.

10.  Refasveit er við Húnaflóa eða í Húnavatnssýslu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Mike Tyson boxari.

Á neðri mynd er Jóhanna Kristjónsdóttir.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár