941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir 40 árum eða svo var „Strandamaðurinn sterki“ Hreinn Halldórsson afreksmaður í ákveðinni íþróttagrein. Hvaða grein?

2.  Þótt kona ein hafi kannski staðið hér svolítið í skugga allra þekktustu reyfarahöfunda Íslands, þá hefur hún raunar vakið heilmikla athygli fyrir bækur sínar undanfarið — en fyrsta bók hennar, Spor, kom út 2009. Síðustu þrjár bækur mynda einskonar þríleik: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð. Hvað heitir hún?

3.  Matthías Johannessen var í áratugi ritstjóri hvaða dagblaðs?

4.  Árið 1935 réðst ítalski herinn inn í tiltekið Afríkuríki og lagði það undir sig en það hafði haldið sjálfstæði sínu gegnum allt nýlendutímabilið. Hvaða ríki var þetta?

5.  Hver var sá leiðtogi Ítala sem atti þeim út í þetta stríð?

6.  En hvað hét keisarinn í þessu Afríkulandi sem varð þá að hrökklast úr landi?

7.  Sá keisari varð nokkru síðar mjög óvænt þungamiðja í trúarhreyfingu í allt öðru landi í öðrum heimshluta — en sú trúarhreyfing tengdist líka mjög ákveðinni tónlistarstefnu. Hvaða tónlistarstefna var það?

8.  Í hvaða úthafi er Páskaeyja eða Rapa Nui?

9.  Í Ásum og í Aðaldal og í Hrútafirði og í Kjós og í Laxárdal og í Nesjum og í Refasveit eru samskonar náttúrufyrirbrigði sem heita alveg sama nafni. Hvaða nafni?

10.  Í hvaða firði eða flóa er annars Refasveit? Það má líka nefna sýslunafnið þar um slóðir.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér með sígarettu og eitursnák?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kúluvarpi.

2.  Lilja Sigurðardóttir.

3.  Morgunblaðsins.

4.  Eþíópíu.

5.  Mussolini.

6.  Haile Selassie.

7.  Reggí.

8.  Kyrrahafi.

9.  Laxá.

10.  Refasveit er við Húnaflóa eða í Húnavatnssýslu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Mike Tyson boxari.

Á neðri mynd er Jóhanna Kristjónsdóttir.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár