Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

941. spurningaþraut: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir 40 árum eða svo var „Strandamaðurinn sterki“ Hreinn Halldórsson afreksmaður í ákveðinni íþróttagrein. Hvaða grein?

2.  Þótt kona ein hafi kannski staðið hér svolítið í skugga allra þekktustu reyfarahöfunda Íslands, þá hefur hún raunar vakið heilmikla athygli fyrir bækur sínar undanfarið — en fyrsta bók hennar, Spor, kom út 2009. Síðustu þrjár bækur mynda einskonar þríleik: Helköld sól, Blóðrauður sjór, Náhvít jörð. Hvað heitir hún?

3.  Matthías Johannessen var í áratugi ritstjóri hvaða dagblaðs?

4.  Árið 1935 réðst ítalski herinn inn í tiltekið Afríkuríki og lagði það undir sig en það hafði haldið sjálfstæði sínu gegnum allt nýlendutímabilið. Hvaða ríki var þetta?

5.  Hver var sá leiðtogi Ítala sem atti þeim út í þetta stríð?

6.  En hvað hét keisarinn í þessu Afríkulandi sem varð þá að hrökklast úr landi?

7.  Sá keisari varð nokkru síðar mjög óvænt þungamiðja í trúarhreyfingu í allt öðru landi í öðrum heimshluta — en sú trúarhreyfing tengdist líka mjög ákveðinni tónlistarstefnu. Hvaða tónlistarstefna var það?

8.  Í hvaða úthafi er Páskaeyja eða Rapa Nui?

9.  Í Ásum og í Aðaldal og í Hrútafirði og í Kjós og í Laxárdal og í Nesjum og í Refasveit eru samskonar náttúrufyrirbrigði sem heita alveg sama nafni. Hvaða nafni?

10.  Í hvaða firði eða flóa er annars Refasveit? Það má líka nefna sýslunafnið þar um slóðir.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér með sígarettu og eitursnák?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kúluvarpi.

2.  Lilja Sigurðardóttir.

3.  Morgunblaðsins.

4.  Eþíópíu.

5.  Mussolini.

6.  Haile Selassie.

7.  Reggí.

8.  Kyrrahafi.

9.  Laxá.

10.  Refasveit er við Húnaflóa eða í Húnavatnssýslu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Mike Tyson boxari.

Á neðri mynd er Jóhanna Kristjónsdóttir.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár