Fyrri aukaspurning:
Hvaða listamaður er hér við leik og störf?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða dýr átti litla gulan hænan í samskiptum við?
2. Náhvalir hafa langt spjót fram úr hausnum. Hvað er þetta spjót í raun og veru?
3. Í hvaða Evrópulandi heitir næst fjölmennasta borgin Cluj?
4. En hver næstfjölmennasta borgin á Spáni á eftir höfuðborginni Madrid?
5. Ungur kvikmyndaleikari sló rækilega í gegn í bandarísku myndinni Rebel Without a Cause árið 1955. Hvað hét leikarinn?
6. Þessi leikari dó mjög ungur. Hvað varð honum að aldurtila?
7. Hvaða tveir taflmenn koma við sögu þegar skákmaður „hrókar“ sem kallað er?
8. Hvers son var Skallagrímur, faðir Egils skálds?
9. Hvaða íþrótt stundaði Karl III Bretakóngur til skamms tíma og hafði meira saman af en öðrum íþróttum?
10. Hvaða efni var stundum reynt að kalla ildi á íslensku, þótt annað heiti yrði svo ofan á?
***
Seinni aukaspurning:
Hér má sjá tvo stjórnmálamenn kynna nýja ríkisstjórn sína í fyrra, 2021. Hvar eru þau stödd?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Svín, köttur og hundur.
2. Tönn.
3. Rúmeníu.
4. Barcelona.
5. James Dean.
6. Bílslys.
7. Kóngur og hrókur.
8. Kveldúlfsson.
9. Póló.
10. Súrefni.
***
Svör við aukaspurningum:
Listamaðurinn er Ragnar Kjartansson.
Staðurinn fyrir stjórnmálafundinn er Kjarvalsstaðir.
Athugasemdir (1)