Aldrei jafn mörg heimilisofbeldismál

Lög­reglu bár­ust að með­al­tali sjö til­kynn­ing­ar á dag um heim­il­isof­beldi eða ágrein­ing tengdra að­ila á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins. Karl­ar voru gerend­ur í 80 pró­sent til­vika og kon­ur þo­lend­ur í 77 pró­sent til­vika þeg­ar um var að ræða of­beldi milli maka eða fyrr­ver­andi maka.

Aldrei jafn mörg heimilisofbeldismál
Konur þolendur í langflestum tilvikum Karlar eru gerendur og konur þolendur í langflestum tilvikum heimilisofbeldis. Mynd: Shutterstock

Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar tilkynningar um heimilisofbeldi og á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sé horft til sama tímabils síðustu sjö ára. Alls bárust lögreglu 1.232 tilkynningar um heimilsofbeldi eða ágreining tengdra aðila á tímabilinu, að meðaltali sjö tilkynningar á dag eða 205 tilkynningar á mánuði.

Aukning í tilkynningum um heimilisofbeldi eða ágreining tengdra aðila nemur 13 prósentum sé miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan.  Sé eingöngu litið til heimilisofbeldismála, og er þar átt við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, bárust lögreglu 592 slíkar tilkynningar á tímabilinu. Það er þremur prósentum meira en árið 2021 og tveimur prósentum meira en árið 2020. Tilkynningar um ágreining milli tengdra aðila voru 640 talsins og hafa þær aldrei verið fleiri.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að heimilisofbeldismál séu nú orðin meira en helmingur líkamsmeiðinga og manndrápsmála sem koma á borð lögreglunnar.

Tveir þriðju tilkynninganna voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig komu 67 prósent tilkynninga um heimilisofbeldi inn á borð lögreglunnar þar en 33 prósent á borð lögregluembætta á landsbyggðinni. Sambærilegar tölur um ágreining milli tengdra aðila voru 64 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og 36 prósent slíkra tilkynninga bárust til lögregluembætta á landsbyggðinni.

79%
gerenda í heimilsofbeldismálum eru karlmenn

Í flestum tilfellum var tilkynnt um heimilisofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka, alls í 367 tilfellum. Hið sama á við um ágreining milli tengdra aðila, í langflestum tilvikum var um maka eða fyrrverandi maka að ræða, alls í 454 tilvikum. Málum þar sem um ræðir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka fækkar hins vegar um 8,3 prósent, sé litið til sama tímabils síðustu þriggja ára.

Tilkynnt var um 187 tilvik heimilisofbeldis þar sem um fjölskyldutengsl var að ræða. Í 131 tilviki var um að ræða ofbeldi af hálfu barns í garð foreldris en í 92 tilvikum um að ræða ofbeldi af hendi foreldris í garð barns.

Þolendur heimilisofbeldisins voru í allt 511 talsins en þeir sem beittu ofbeldinu voru 486 talsins. Í flestum tilfellum voru það konur sem urðu fyrir ofbeldinu, alls í 68 prósent tilfella. Þeir sem ofbeldinu beittu voru í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn en þeir beittu ofbeldi í tæplega 79 prósent tilvika. Ef horft er til tilvika þar sem ofbeldið er milli maka eða fyrrverandi maka er tölfræðin enn meira afgerandi, þeir sem ofbeldinu beita eru í 80 prósentum tilvika karlar en þeir sem fyrir því verða í 77 prósent tilvika konur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár