Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aldrei jafn mörg heimilisofbeldismál

Lög­reglu bár­ust að með­al­tali sjö til­kynn­ing­ar á dag um heim­il­isof­beldi eða ágrein­ing tengdra að­ila á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins. Karl­ar voru gerend­ur í 80 pró­sent til­vika og kon­ur þo­lend­ur í 77 pró­sent til­vika þeg­ar um var að ræða of­beldi milli maka eða fyrr­ver­andi maka.

Aldrei jafn mörg heimilisofbeldismál
Konur þolendur í langflestum tilvikum Karlar eru gerendur og konur þolendur í langflestum tilvikum heimilisofbeldis. Mynd: Shutterstock

Lögreglu hefur aldrei borist jafn margar tilkynningar um heimilisofbeldi og á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sé horft til sama tímabils síðustu sjö ára. Alls bárust lögreglu 1.232 tilkynningar um heimilsofbeldi eða ágreining tengdra aðila á tímabilinu, að meðaltali sjö tilkynningar á dag eða 205 tilkynningar á mánuði.

Aukning í tilkynningum um heimilisofbeldi eða ágreining tengdra aðila nemur 13 prósentum sé miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan.  Sé eingöngu litið til heimilisofbeldismála, og er þar átt við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, bárust lögreglu 592 slíkar tilkynningar á tímabilinu. Það er þremur prósentum meira en árið 2021 og tveimur prósentum meira en árið 2020. Tilkynningar um ágreining milli tengdra aðila voru 640 talsins og hafa þær aldrei verið fleiri.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að heimilisofbeldismál séu nú orðin meira en helmingur líkamsmeiðinga og manndrápsmála sem koma á borð lögreglunnar.

Tveir þriðju tilkynninganna voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig komu 67 prósent tilkynninga um heimilisofbeldi inn á borð lögreglunnar þar en 33 prósent á borð lögregluembætta á landsbyggðinni. Sambærilegar tölur um ágreining milli tengdra aðila voru 64 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og 36 prósent slíkra tilkynninga bárust til lögregluembætta á landsbyggðinni.

79%
gerenda í heimilsofbeldismálum eru karlmenn

Í flestum tilfellum var tilkynnt um heimilisofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka, alls í 367 tilfellum. Hið sama á við um ágreining milli tengdra aðila, í langflestum tilvikum var um maka eða fyrrverandi maka að ræða, alls í 454 tilvikum. Málum þar sem um ræðir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka fækkar hins vegar um 8,3 prósent, sé litið til sama tímabils síðustu þriggja ára.

Tilkynnt var um 187 tilvik heimilisofbeldis þar sem um fjölskyldutengsl var að ræða. Í 131 tilviki var um að ræða ofbeldi af hálfu barns í garð foreldris en í 92 tilvikum um að ræða ofbeldi af hendi foreldris í garð barns.

Þolendur heimilisofbeldisins voru í allt 511 talsins en þeir sem beittu ofbeldinu voru 486 talsins. Í flestum tilfellum voru það konur sem urðu fyrir ofbeldinu, alls í 68 prósent tilfella. Þeir sem ofbeldinu beittu voru í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn en þeir beittu ofbeldi í tæplega 79 prósent tilvika. Ef horft er til tilvika þar sem ofbeldið er milli maka eða fyrrverandi maka er tölfræðin enn meira afgerandi, þeir sem ofbeldinu beita eru í 80 prósentum tilvika karlar en þeir sem fyrir því verða í 77 prósent tilvika konur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár