Til stendur að selja eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka á næsta ári. „Forsendur fyrir skuldaþróun í fjárlagafrumvarpinu gera áfram ráð fyrir að lokið verði við sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á næsta ári,“ segir í frumvarpinu.
Heimild til sölunnar hefur verið að finna í fjárlagafrumvörpum síðasta árs auk heimildar til að selja allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. Þessar heimildir til fjármálaráðherra halda sér í frumvarpinu. Ríkið ætlar sér að halda eftir 70 prósent hlutafé í Landsbankanum.
Stuttlega er fjallað um árangur sölu á hlutum í Íslandsbanka sem þegar hafa farið fram. Er talað um að salan hafi verið árangursrík og skilað 108 milljörðum í ríkissjóð. „Salan á bankanum væri mikilvægur þáttur í virkri stýringu á efnahag ríkisins. Með áframhaldandi sölu væri hægt að auka sjóðstreymi til ríkisins, minnka lánsfjárþörf og skuldsetningu með þeim kostnaði og áhættu sem henni fylgir,“ segir um áframhaldandi …
Athugasemdir