Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Helmingur fer í heilbrigðismál og til félags- og húsnæðismála

Út­gjöld rík­is­sjóðs hækka um 6,4 pró­sent milli yf­ir­stand­andi árs og árs­ins 2023 sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi. Lang­mest lækk­un á út­gjöld­um rík­is­sjóðs á milli ára verð­ur í mála­flokki vinnu­mark­aðs­mála og at­vinnu­leys­is, tæp­ir 17 millj­arð­ar króna.

Helmingur fer í heilbrigðismál og til félags- og húsnæðismála
Fjórðungur til heilbrigðismála Fjórðungur útgjalda ríkissjóðs á næsta ári fer til heilbrigðismála. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári, 2023, verða samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1.296 milljarðar. Það er hækkun um 78,5 milljarða frá yfirstandandi ári, sem nemur 6,4 prósentum milli ára. Árið 2024 verða útgjöldin samkvæmt spá 1.317 milljarðar og 1.339 árið 2025, á verðlagi ársins 2023. Í báðum tilvikum er um 1,6 prósenta aukningu að ræða milli ára.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi fyrr í morgun.

Um helmingur allra útgjalda ríkissjóðs á næsta ári fer til annars vegar heilbrigðismála og hins vegar til félags-, húsnæðis- og tryggingamála, í jöfnum hlutföllum. Mennta- og menningarmál standa undir 10 prósentum af útgjöldunum, sem er sama hlutfall og vaxtagjöld ríkissjóðs. Samgöngu- og fjarskiptamál taka upp 4 prósent, skatta-, eigna og fjármálaumsýsla 3 prósent og það á einnig við almanna- og réttaröryggi. Þá fara 2 prósent ríkisútgjalda á næsta ári til umhverfismála og sama hlutfalli verður veitt til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina. Önnur málefnasvið skipta milli sín þeim 15 prósentum sem eftir standa af útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Ef litið er til málaflokks heilbrigðismála hækkar framlag ríkissjóðs að krónutölu milli ára. Rétt er að vekja athygli á að í frumvarpinu eru fjárhæðir þó á verðlagi hvors árs. Þannig aukast fjárframlög til sjúkrahúsþjónustu um 2,7 milljarða króna og framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa um 7,3 milljarða. Hins vegar lækkar fjárframlag til lýðheilsu og stjórnsýslu velferðarmála á milli áranna 2022 og 2023 um 1,1 milljarð króna.

16,8
milljörðum lægra framlag til vinnumarkaðsmála og atvinnuleysisbóta.

Útgjöld til félags- húsnæðis- og tryggingamála breytast verulega milli ára. Töluverð lækkun verður í flokknum vinnumarkaður og atvinnuleysi, sem einkum má rekja til þess að dregið hefur verulega úr atvinnuleysi og má gera ráð fyrir að það verði í lágmarki á næsta ári. Framlög til málaflokksins verða 16,8 milljörðum lægri á næsta ári en í ár og gert er ráð fyrir að 38,3 milljarðar fari í málaflokkinn á næsta ári. Aftur á móti hækka framlög til málefna aldraðra og örorkulífeyrisþega talsvert milli ára, um 12,5 milljarða í fyrra tilvikinu og um 8,9 milljarða í hinu síðara. Þá hækka fjárframlög til fjölskyldumála um tæpa 4,4 milljarða milli ára.

Framlög til mennta- og menningarmála hækka lítillega milli ára og er mesta hækkunin á framlög til háskólastigsins. Þar verður 2,3 milljörðum hærri upphæð veitt til málaflokksins en var á síðasta ári. Framlög til framhaldsskólastigsins mun hækka um 1,3 milljarða og framlög til annarra skólastiga aukast um tæpan hálfan milljarð. Framlög til menningar-, lista-, íþrótta- og æskulýðsmála aukast um 250 milljónir að krónutölu. Útgjöld til fjölmiðlunar aukast þá um tæpar 300 milljónir króna.

Liðurinn skatta-, eigna og fjármálaumssýsl hækkar um 3,5 milljarða króna, vaxtagjöld ríkissjóðs aukast um 13,1 milljarð króna og útgjöld ríkisins til umhverfismála hækka þá nokkuð milli ára, um 2,8 milljarða króna.

Útgjöld til nýsköpunar, rannsókna og þekkingar standa því sem næst í stað milli ára að krónutölu, hækka um tæpar 200 milljónir króna. Hið sama má segja um almanna- og réttaröryggi, framlög til þess málaflokks lækka um tæpar 200 milljónir króna. Útgjöld til samgöngu- og fjarskiptamála lækka um 1,3 milljarða að krónutölu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fjármálafrumvarp 2023

Aðhald og aukin gjaldtaka: Fjárlög 2023 kynnt
FréttirFjármálafrumvarp 2023

Að­hald og auk­in gjald­taka: Fjár­lög 2023 kynnt

Bjarni Bene­dikts­son, efn­hags- og fjár­mála­ráð­herra, kynnti frum­varp til fjár­laga næsta árs á blaða­manna­fundi í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Auk­in gjalda­taka á um­hverf­i­s­vænni bíla, hækk­un al­manna­trygg­inga­bóta og fækk­un stofn­anna eru með­al þess sem stefnt er að. „Það eru alltof marg­ar rík­is­stofn­an­ir með mjög fáa starfs­menn,“ sagði ráð­herr­ann.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár