Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Páfa hent í sjóinn með akkeri um hálsinn

Páfinn sit­ur enn í Róm, 2

Páfa hent í sjóinn með akkeri um hálsinn
Páfa fleygt í sjóinn. Ekki er víst að Klemens hafi í rauninni verið í svona fínum skrúða eftir að hafa púlað í þrælkunarvinnu á Krímskaga um skeið.

Fyrir nokkrum vikum rifjaði ég hér upp feril Péturs postula sem litið er á sem fyrsta biskup kristinna manna í Rómaborg, og þar með í raun sem fyrsta páfann í kristindómnum en embættistitill páfa er einmitt Rómarbiskup.

Hér er hlekkur á þá grein.

Annar í röð Rómarbiskupa — og þar með páfa — er sagður hafa verið Línus nokkur. Á hann er minnst í einu bréfa Nýja testamentisins, 2. Tímóteusarbréfinu sem sagt er vera eftir Pál postula, þótt flestir fræðimenn muni nú efast um það. Í bréfinu kemur fram að höfundurinn býst við dauða sínum og í lok þess sendir hann kveðju til Tímóteusar trúboða:

„Evbúlus sendir þér kveðju og Púdes og Línus og Kládía og allir bræðurnir.“

Áttu konur að hylja höfuðið?

Línus hefur samkvæmt þessu verið í föruneyti Páls og gömul sögn hermir að þeir Páll og Pétur hafi skipað Línus biskup kristinna í Róm. Önnur sögn hermir að Línus hafi ákveðið að konur skyldu hylja höfuð sitt við messur og sú þriðja að hann hafi liðið píslarvætti fyrir trú sína, en þó hið fyrra kunni að vera rétt er hið síðara ólíklegt.

Einfaldlega af því engar sérstakar ofsóknir gegn kristnum mönnum og/eða Gyðingum fóru fram milli ofsókna Nerós og svo þess þegar Dómitíanus fór að amast við kristnu fólki.

Altént á Línus að hafa dáið árið 76 og þá mun Anacletus nokkur hafa tekið við og setið á biskupsstóli uns hann dó árið 92. Hann var því þriðji páfinn.

Domitianus ofsótti kristna menn,þótt ofsóknir hans hafi raunar ekki verið ámóta og ofsóknir Neros. En kristnum var farið að fjölga, jafnvel í námunda við keisarann og hirð hans.

Um Anacletus er það eitt sagt að hann hafi skipt Róm upp í 25 sóknir sem bendir til þess — ef satt er — að kristnum mönnum hafi verið farið að fjölga verulega í Rómaborg.

Fjórði Rómarbiskup, eða páfi, var Klemens 1.

Kristið fólk í innsta hring keisarans?

Óvíst er hvaðan hann var upprunninn. Einu sinni var hann talinn hafa verið leysingi (það er að segja fyrrverandi þræll) í eigu Títusar Flavíusar Klemens en hann var náfrændi Dómitíanusar keisara (ríkti 81-96). Flavíus Klemens er í heimildum sagður hafa verið tekinn af lífi fyrir „guðleysi“ og sömuleiðis margir af hans fólki sem hneigðist til hjátrúar af ætt Gyðingdóms.

Þetta hefur verið túlkað þannig að Flavíus Klemens hafi verið orðinn kristinn, og kona hans sömuleiðis en hún var send í útlegð. Hafi Klemens páfi verið leysingi hans, þá gæti hann sem hægast hafa kynnt Flavíus Klemens og konu hans fyrir Jesúa frá Nasaret.

Þetta er þó óljóst, og það eru líka heimildir sem herma að Klemens páfi hafi sjálfur verið af ættum „heldra fólks“ í Rómaveldi.

Þá er til er bréf sem Klemens páfi er sagður hafa skrifað til kristna safnaðarins í Kórintu á Grikklandi og snýst um togstreitu og erjur innan hópsins. Hvort sem Klemens skrifaði það eða einhver annar er það talið mjög gamalt, skrifað í síðasta lagi um árið 90-95 og gefur merkilega mynd af samfélagi kristinna manna sem voru farnir að átta sig á því að Jesúa myndi ekki endilega snúa aftur frá himnum í fyrirsjáanlegri framtíð, en því höfðu þau kristnu trúað fyrstu áratugina.

Páfa drekkt

Árið 99 var Klemens sagður hafa verið gerður útlægur frá Rómaborg og sendur til Krímskaga.

Trajanus var dugmikill keisari en vildi enga lausung.Því amaðist hann við kristnu fólki sem honum fannst draga úr samhug og aga í samfélaginu.

Þá var Trajanus orðinn keisari í Róm og hann sýndi kristnum mönnum heilmikla hörku.

Klemens var nú settur til vinnu í grjótnámu og þegar samfangar hans voru eitt sinn í andarslitrunum af þorsta sló hann með öxi sinni í klett og spratt þá fram svalandi lind.

Snerust þá margir fanganna til kristindóms en í refsingarskyni var Klemens leiddur út á skip sem vaggaði í hægðum sínum við Krímskagann — og þar var akkerisfesti bundin um háls honum og honum svo fleygt útbyrðis og drukknaði þar.

Klemens var vitaskuld tekinn í dýrlingatölu fyrir þetta píslarvætti sitt. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
5
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
6
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár