Útgerðir landsins hafa sparað sér tugi milljóna króna í rúmt ár vegna tafa á sérsamningi hagsmunasamtaka sjávarútvegsins við Úrvinnslusjóð, en sjóðurinn er undirstofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Umhverfisstofnun segir samninginn ólögmætan. Þrátt fyrir það er unnið hörðum höndum að því að fá hann samþykktan. Þá hefur núverandi samningur verið margbrotinn, en brotin hafa kostað sveitarfélög og íbúa þeirra gríðarlegar fjárhæðir.
Sjávarútvegurinn hefur á undanförnum árum sloppið við að greiða hundruð milljóna króna í úrvinnslugjald vegna sérsamnings sem iðnaðurinn hefur haft við stjórnvöld síðan 2005. Sá samningur er óuppsegjanlegur og er því í fullu gildi í dag. Þrátt fyrir ítrekuð brot á þeim samningi hefur honum ekki enn verið sagt upp þar sem stjórn Úrvinnslusjóðs hefur ekki óskað eftir því. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins, en meirihluti stjórnar er setin af hagsmunasamtökum atvinnulífsins. Stundin hefur fjallað um þessi brot á samningi. Meðal annars var starfsleyfi verktaka SFS …
Athugasemdir (3)