Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Útgerðin sparar sér milljónir á kostnað sveitarfélaga

Íbú­ar sveit­ar­fé­laga um allt land hafa í meira en 15 ár borg­að stór­an hluta þess kostn­að­ar að koma ónýt­um veið­ar­fær­um í rétt­an far­veg. Um helm­ing­ur allra veið­ar­færa á Ís­landi er urð­að­ur, þökk sé sér­stök­um samn­ingi sem hef­ur ver­ið marg­brot­inn.

Útgerðin sparar sér milljónir á kostnað sveitarfélaga

Útgerðir landsins hafa sparað sér tugi milljóna króna í rúmt ár vegna tafa á sérsamningi hagsmunasamtaka sjávarútvegsins við Úrvinnslusjóð, en sjóðurinn er undirstofnun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.  Umhverfisstofnun segir samninginn ólögmætan. Þrátt fyrir það er unnið hörðum höndum að því að fá hann samþykktan. Þá hefur núverandi samningur verið margbrotinn, en brotin hafa kostað sveitarfélög og íbúa þeirra gríðarlegar fjárhæðir. 

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur á undanförnum árum slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings sem iðnaðurinn hefur haft við stjórn­völd síðan 2005. Sá samningur er óuppsegjanlegur og er því í fullu gildi í dag. Þrátt fyrir ítrekuð brot á þeim samningi hefur honum ekki enn verið sagt upp þar sem stjórn Úrvinnslusjóðs hefur ekki óskað eftir því. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins, en meirihluti stjórnar er setin af hagsmunasamtökum atvinnulífsins. Stundin hefur fjallað um þessi brot á samningi. Meðal annars var starfsleyfi verktaka SFS …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Kjarklausir pólitíkusar og siðblindir Útgerðarmenn.
    0
  • P
    Piotr skrifaði
    Any form of fraud should be punishable by imprisonment.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Svo merkilegt sem það kann að þykja, hafa sjávaraútvegur og landbúnaður frá upphafi skattalagasetningar 1877 verið undanþegnir almennri skattgreiðslu. Þeir njóta enn þeirrar sérstöðu, að ekki skuli láta þá leggja til samfélagsins til jafns við aðra.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu