Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

908. spurningaþraut: Hvar var Alexander 1. kóngur?

908. spurningaþraut: Hvar var Alexander 1. kóngur?

Fyrri aukaspurning!

Hér má sjá írska konu um 1900 vinna við tiltekið verkfæri. Svipuð, en ekki alveg eins verkfæri voru notuð hér á landi. Hvað kallast þetta verkfæri?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða leikhússal, tónleikasal, óperusal á Íslandi rúmast flestir áhorfendur?

2.  Hver sendi frá sér tvær plötur samtímis árið 2005 — Ást, og Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís?

3.  Hrunið margfræga á haustdögum fyrir rúmum áratug hófst þegar stjórnarformaður banka eins gekk á fund Seðlabanka Íslands og bað um neyðaraðstoð. Hvaða ár var þetta?

4.  En um hvaða banka var þarna að ræða?

5.  Einmitt um það leyti var íslenska utanríkisþjónustan önnum kafin við tiltekið verkefni sem farið var af stað með nokkrum árum fyrr. Ísland sóttist sem sé eftir ... hverju?

6.  Hvaða byggð var nýlega lögð niður á Laugarvatni?

7.  Hver býr við Paradísareplaveg 111?

8.  Latneska orðið fasces merkir sérstaka gerð vanda eða prika sem þjónar eða fylgdarmenn helstu embættismanna Rómaveldis gengu um með sem tákn um tign embættismannanna. Hvers vegna hafa þessir vendir öðlast sérstaka frægð síðustu 100 árin?

9.  En hvað þýðir latneska orðið faecēs?

10.  Árið 1934 var Alexander 1. konungur myrtur þegar hann var í opinberri heimsókn í Frakklandi. Morðinginn var aðskilnaðarsinni í landi konungs og vonaðist hann til að morðið yrði til þess að landið leystist upp. Ekki varð þó af því fyrr en löngu seinna. Yfir hvaða landi var Alexander 1. konungur? 

***

Seinni aukaspurning!

Hver er þessi glaðbeitta baráttukona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eldborg í Hörpu.

2.  Bubbi Morthens.

3.  2008.

4.  Glitni.

5.  Sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

6.  Hjólhýsabyggð.

7.  Andrés Önd.

8.  Vegna þess að fasistar tóku að kenna sig við þá.

9.  Kúkur.

10.  Júgóslavíu.

***

Svör við aukaspurningum:

Rokkur heitir græjan á efri myndinni.

Katrín Oddsdóttir konan á neðri myndinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár