Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir konan á myndinni?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er syðst af þessum borgum á Bretlandi: Birmingham — Cambridge — London — Newcastle — Sunderland.
2. Í hvaða firði er Sauðárkrókur?
3. Guðni Th. Jóhannesson gaf fyrir nokkrum vikum út bók. Um hvað?
4. Hver var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980 þegar viðkomandi tók við öðru starfi?
5. Hvernig er hárið á Barbie á litinn?
6. Fótboltamaður frá Úrúgvæ sem spilaði m.a. með Liverpool var á tímabili frægari fyrir að bíta andstæðinga sína en skora hjá þeim. Hver er maðurinn?
7. Jurt sem heitir á latínu Piper nigrum gefur af sér ... hvað?
8. Þrír dl hveiti, 1 msk sykur, 5 dl mjólk, 1/2 tsk lyftiduft, 2 egg, 30 g smjör. Sumir bæta svo fáeinum vanilludropum út í þetta, aðrir sletta í uppskriftina svolitlu kaffi og pilsner hefur einnig heyrst nefndur. Svo leyfir fólk sér ýmsar sérviskur aðrar. En hvað kemur svo að lokum út úr þessu?
9. Hve margir flokkar eiga nú fulltrúa á Alþingi Íslendinga?
10. Við lok síðari heimsstyrjaldar var Þýskalandi skipt upp í nokkur hernámssvæði. Hve mörg?
***
Seinni aukaspurning:
Útlínur hvaða lands má sjá hér?
***
Svör við aðalspurningum:
1. London.
2. Skagafirði.
3. Landhelgismálið, útfærslu landhelginnar.
4. Vigdís Finnbogadóttir.
5. Ljóst.
6. Suárez.
7. Svartan pipar. Reyndar dugar að segja pipar.
8. Pönnukökur.
9. Átta.
10. Fjögur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er Guðrún Eva Mínervudóttir. Eins og venjulega duga tvö skírnarnöfn ef viðkomandi manneskja notar þau bæði, svo Mínervudóttir er ekki nauðsynlegt.
Á neðri mynd eru útlínur Tyrklands.
Athugasemdir