Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

907. spurningaþraut: Fyrsta mataruppskrift spurningaþrautar!

907. spurningaþraut: Fyrsta mataruppskrift spurningaþrautar!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er syðst af þessum borgum á Bretlandi:  Birmingham — Cambridge — London — Newcastle — Sunderland.

2.  Í hvaða firði er Sauðárkrókur?

3.  Guðni Th. Jóhannesson gaf fyrir nokkrum vikum út bók. Um hvað?

4.  Hver var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980 þegar viðkomandi tók við öðru starfi?

5.  Hvernig er hárið á Barbie á litinn?

6.  Fótboltamaður frá Úrúgvæ sem spilaði m.a. með Liverpool var á tímabili frægari fyrir að bíta andstæðinga sína en skora hjá þeim. Hver er maðurinn?

7.  Jurt sem heitir á latínu Piper nigrum gefur af sér ... hvað?

8.  Þrír dl hveiti, 1 msk sykur, 5 dl mjólk, 1/2 tsk lyftiduft, 2 egg, 30 g smjör. Sumir bæta svo fáeinum vanilludropum út í þetta, aðrir sletta í uppskriftina svolitlu kaffi og pilsner hefur einnig heyrst nefndur. Svo leyfir fólk sér ýmsar sérviskur aðrar. En hvað kemur svo að lokum út úr þessu?

9.  Hve margir flokkar eiga nú fulltrúa á Alþingi Íslendinga?

10.  Við lok síðari heimsstyrjaldar var Þýskalandi skipt upp í nokkur hernámssvæði. Hve mörg?

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvaða lands má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  London.

2.  Skagafirði.

3.  Landhelgismálið, útfærslu landhelginnar.

4.  Vigdís Finnbogadóttir.

5.  Ljóst.

6.  Suárez.

7.  Svartan pipar. Reyndar dugar að segja pipar.

8.  Pönnukökur.

9.  Átta.

10.  Fjögur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Guðrún Eva Mínervudóttir. Eins og venjulega duga tvö skírnarnöfn ef viðkomandi manneskja notar þau bæði, svo Mínervudóttir er ekki nauðsynlegt.

Á neðri mynd eru útlínur Tyrklands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár