Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

905. spurningaþraut: Yasmin, Cloe, Jade og Sasha, Freyja, Frikki og fleiri

905. spurningaþraut: Yasmin, Cloe, Jade og Sasha, Freyja, Frikki og fleiri

Fyrri aukaspurning: Hver er þessi ófögnuður?

***

Aðalspurningar:

1. Hvaða íþrótt stundar LeBron James?

2.  Yasmin, Cloe, Jade og Sasha eru einu nafni Bratz. Þær eru líka ... hvað?

3.  Ævintýri Freyju og Frikka — Drottningin af Galapagos heitir barnabók sem kom út á árinu. Önnur bók um þau heitir Á kafi í Kambódíu. Höfundurinn hefur fengist við ótal margt gegnum tíðina, leikið, sungið, skemmt börnum og fullorðnum, stýrt sjónvarps- og útvarpsþáttum. Hvað heitir hann?

4.  Þessi höfundur komst fyrst í sviðsljósið sem söngvari í vinsælli gleðihljómsveit sem hét ... hvað?   

5.  Hvaða framhaldsskóli á Íslandi hefur skammstöfunina VMA?

6.  En FÁ, hvaða skóli er það?

7.  Hvað heitir það fyrirtæki sem stendur fyrir umfangsmestu útgáfu hljóðbóka á Íslandi og er í náinni samvinnu við sænskt fyrirtæki með sama nafni?

8.  Hver var Rudolf Nureyev?

9.  Sigga Dögg er fræðingur á ákveðnu sviði sem reglulega birtist í fjölmiðlum og gefur ráð og upplýsingar um sitt fræðasvið og hugðarefni. Hvers konar fræðingur er hún?

10.  Borg nokkur við Eystrasalt hefur nokkrum sinnum skipt um nafn. Upphaflega hét byggðin þar Twangste, þá Królewiec en frá 1657 til 1945 hét hún Köningsberg. Við lok seinni heimsstyrjaldar var hún hernumin og skipt um nafn á henni og það nýja nafn ber hún enn og heitir ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Imelda Staunton er ein af virtari leikkonum Breta. Hvaða hlutverk er hún að leika á myndinni hér að neðan — en afrakstur þeirrar vinnu hefur reyndar ekki enn birst opinberlega.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Körfubolta.

2.  Dúkkur.

3.  Felix Bergsson.

4.  Greifarnir.

5.  Verkmenntaskólinn á Akureyri.

6.  Fjölbrautarskólinn í Ármúla.

7.  Storytel.

8.  Ballettdansari.

9.  Kynlífsfræðingur.

10.  Kaliningrad.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Gollum (á íslensku Gollrir) úr Hringadróttinssögu.

Á neðri myndinni er Staunton að leika Elísabetu Bretadrottningu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár