Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

904. spurningaþraut: Tvö aukastig í boði!

904. spurningaþraut: Tvö aukastig í boði!

Aukaspurning númer eitt:

Hvaða fáni er þetta? — Svo er lárviðarstig fyrir að vita hvaða orð standa innan í hvíta borðanum og ég hef föndrað svo snyrtilega yfir!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar á landinu er Trékyllisvík? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

2.  Hvaða vinsæli barnabókahöfundur skrifaði textann í myndabækurnar Gunnhildur og Glói, Nú heitir hann bara Pétur og Velkomin heim Hannibal Hansson?

3.  Hver af þessum stígum liggur EKKI yfir eða að Laugaveginum í Reykjavík? Er það Barónsstígur — Hallveigarstígur — Klapparstígur — Vatnsstígur —  eða Vitastígur?

4.  Lengsta áin í landi einu er um 150 kílómetra löng og heitir Gudenå. Í hvaða landi er hún?

5.  Til samanburðar er lengsta áin á Íslandi 230 kílómetra löng og heitir ... hvað?

6.  Dom Pérignon var franskur munkur, uppi um aldamótin 1700. Hann er ekki kunnastur fyrir guðrækni sína, heldur fyrir að hafa þróað tiltekið fyrirbæri — þótt hann hafi ekki fundið það upp. Hvaða fyrirbæri?

7.  Á árunum 2005-2015 voru Spánverjarnir Xavi og Iniesta máttarstólpar í einhverju öflugasta fótboltaliði sögunnar. Hvaða lið er það?

8.  Hver var leiðtogi Bandaríkjamanna lengst af í síðari heimsstyrjöld?

9.  Nafnið Adolf hefur fallið nokkuð að vinsældum síðan um miðja 20. öld af ástæðum sem ég þarf ekki að tilgreina. En hvað skyldi þetta nafn þýða?

10.  Greta Lovisa Gustafsson fæddist 1905 og varð heimsfræg leikkona. Undir hvaða nafni varð hún fræg?

***

Aukaspurning númer 2:

Á myndinni má sjá bandaríska leikkonu í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttaröð sem gekk 1997-2002 og þótti einkar skemmtileg. Serían hét eftir persónunni sem þessi leikkona lék. Hvað hét serían?

Og svo er í boði sjónvarpsstig fyrir að muna hvað leikkonan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Ströndum. Á Vestfjörðum dugar ekki.

2.  Guðrún Helgadóttir.

3.  Hallveigarstígur.

4.  Danmörk.

5.  Þjórsá.

6.  Kampavín.

7.  Barcelona.

8.  Franklin Roosevelt.

9.  Aðalúlfur eða Stríðsúlfur (Orrustuúlfur). Þið metið sjálf hvort þið komist nógu nálægt merkingunni en „úlfur“ verður að vera.

10.  Greta Garbo.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Brasilíu. Og í borðanum stendur: „Ordem e progresso“ sem er portúgalska og þýðir „regla og framfarir“.

Sjónvarpsserían hét Ally McBeal, en leikkonan Calista Flockhart.

***

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár