Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

904. spurningaþraut: Tvö aukastig í boði!

904. spurningaþraut: Tvö aukastig í boði!

Aukaspurning númer eitt:

Hvaða fáni er þetta? — Svo er lárviðarstig fyrir að vita hvaða orð standa innan í hvíta borðanum og ég hef föndrað svo snyrtilega yfir!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar á landinu er Trékyllisvík? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

2.  Hvaða vinsæli barnabókahöfundur skrifaði textann í myndabækurnar Gunnhildur og Glói, Nú heitir hann bara Pétur og Velkomin heim Hannibal Hansson?

3.  Hver af þessum stígum liggur EKKI yfir eða að Laugaveginum í Reykjavík? Er það Barónsstígur — Hallveigarstígur — Klapparstígur — Vatnsstígur —  eða Vitastígur?

4.  Lengsta áin í landi einu er um 150 kílómetra löng og heitir Gudenå. Í hvaða landi er hún?

5.  Til samanburðar er lengsta áin á Íslandi 230 kílómetra löng og heitir ... hvað?

6.  Dom Pérignon var franskur munkur, uppi um aldamótin 1700. Hann er ekki kunnastur fyrir guðrækni sína, heldur fyrir að hafa þróað tiltekið fyrirbæri — þótt hann hafi ekki fundið það upp. Hvaða fyrirbæri?

7.  Á árunum 2005-2015 voru Spánverjarnir Xavi og Iniesta máttarstólpar í einhverju öflugasta fótboltaliði sögunnar. Hvaða lið er það?

8.  Hver var leiðtogi Bandaríkjamanna lengst af í síðari heimsstyrjöld?

9.  Nafnið Adolf hefur fallið nokkuð að vinsældum síðan um miðja 20. öld af ástæðum sem ég þarf ekki að tilgreina. En hvað skyldi þetta nafn þýða?

10.  Greta Lovisa Gustafsson fæddist 1905 og varð heimsfræg leikkona. Undir hvaða nafni varð hún fræg?

***

Aukaspurning númer 2:

Á myndinni má sjá bandaríska leikkonu í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttaröð sem gekk 1997-2002 og þótti einkar skemmtileg. Serían hét eftir persónunni sem þessi leikkona lék. Hvað hét serían?

Og svo er í boði sjónvarpsstig fyrir að muna hvað leikkonan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Ströndum. Á Vestfjörðum dugar ekki.

2.  Guðrún Helgadóttir.

3.  Hallveigarstígur.

4.  Danmörk.

5.  Þjórsá.

6.  Kampavín.

7.  Barcelona.

8.  Franklin Roosevelt.

9.  Aðalúlfur eða Stríðsúlfur (Orrustuúlfur). Þið metið sjálf hvort þið komist nógu nálægt merkingunni en „úlfur“ verður að vera.

10.  Greta Garbo.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Brasilíu. Og í borðanum stendur: „Ordem e progresso“ sem er portúgalska og þýðir „regla og framfarir“.

Sjónvarpsserían hét Ally McBeal, en leikkonan Calista Flockhart.

***

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár