Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

904. spurningaþraut: Tvö aukastig í boði!

904. spurningaþraut: Tvö aukastig í boði!

Aukaspurning númer eitt:

Hvaða fáni er þetta? — Svo er lárviðarstig fyrir að vita hvaða orð standa innan í hvíta borðanum og ég hef föndrað svo snyrtilega yfir!

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar á landinu er Trékyllisvík? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

2.  Hvaða vinsæli barnabókahöfundur skrifaði textann í myndabækurnar Gunnhildur og Glói, Nú heitir hann bara Pétur og Velkomin heim Hannibal Hansson?

3.  Hver af þessum stígum liggur EKKI yfir eða að Laugaveginum í Reykjavík? Er það Barónsstígur — Hallveigarstígur — Klapparstígur — Vatnsstígur —  eða Vitastígur?

4.  Lengsta áin í landi einu er um 150 kílómetra löng og heitir Gudenå. Í hvaða landi er hún?

5.  Til samanburðar er lengsta áin á Íslandi 230 kílómetra löng og heitir ... hvað?

6.  Dom Pérignon var franskur munkur, uppi um aldamótin 1700. Hann er ekki kunnastur fyrir guðrækni sína, heldur fyrir að hafa þróað tiltekið fyrirbæri — þótt hann hafi ekki fundið það upp. Hvaða fyrirbæri?

7.  Á árunum 2005-2015 voru Spánverjarnir Xavi og Iniesta máttarstólpar í einhverju öflugasta fótboltaliði sögunnar. Hvaða lið er það?

8.  Hver var leiðtogi Bandaríkjamanna lengst af í síðari heimsstyrjöld?

9.  Nafnið Adolf hefur fallið nokkuð að vinsældum síðan um miðja 20. öld af ástæðum sem ég þarf ekki að tilgreina. En hvað skyldi þetta nafn þýða?

10.  Greta Lovisa Gustafsson fæddist 1905 og varð heimsfræg leikkona. Undir hvaða nafni varð hún fræg?

***

Aukaspurning númer 2:

Á myndinni má sjá bandaríska leikkonu í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttaröð sem gekk 1997-2002 og þótti einkar skemmtileg. Serían hét eftir persónunni sem þessi leikkona lék. Hvað hét serían?

Og svo er í boði sjónvarpsstig fyrir að muna hvað leikkonan heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Ströndum. Á Vestfjörðum dugar ekki.

2.  Guðrún Helgadóttir.

3.  Hallveigarstígur.

4.  Danmörk.

5.  Þjórsá.

6.  Kampavín.

7.  Barcelona.

8.  Franklin Roosevelt.

9.  Aðalúlfur eða Stríðsúlfur (Orrustuúlfur). Þið metið sjálf hvort þið komist nógu nálægt merkingunni en „úlfur“ verður að vera.

10.  Greta Garbo.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Brasilíu. Og í borðanum stendur: „Ordem e progresso“ sem er portúgalska og þýðir „regla og framfarir“.

Sjónvarpsserían hét Ally McBeal, en leikkonan Calista Flockhart.

***

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár