Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

903. spurningaþraut: „Dvel ég í draumahöll“

903. spurningaþraut: „Dvel ég í draumahöll“

Fyrri aukaspurning:

Árið 1981 kom þessi plata út á Íslandi. Hvað hét hin tólf ára gamla söngkona?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hafsvæði er það sem Frakkar kalla „la Manche“?

2.  Frægur írskur rithöfundur var skömmu fyrir aldamótin 1900 dæmdur fyrir fangelsi fyrir ósiðsemi, það er að segja samkynhneigð. Hvað hét hann?

3.  Sænski rithöfundur Vilhelm Moberg (1898-1973) skrifaði margt en langfrægastur er hann fyrir fjögurra binda verk um sænska fjölskyldu í Smálöndum sem ... gerir hvað?

4.  Bræður þrír ganga undir ólíkum nöfnum í hinum ýmsu löndum. Í Hollandi heita þeir Kwik, Kwek and Kwak en í Þýskalandi Tick, Trick og Track. Hvað köllum við þá?

5.  Eftir hverju heitir bandaríska ríkið Mississippi?

6.  „Dvel ég í draumahöll / og dagana lofa. / Litlar mýs um löndin öll / liggja nú og sofa.“ Hver söng þetta?

7.  Jórunn Viðar lést 98 ára gömul 2017. Hún var listamaður, nánar tiltekið ... hvað?

8.  Dóttir Jórunnar fæddist 1946, varð vel metinn heimilislæknir og sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1982-1994. Hún sat svo á Alþingi 1999-2003. Síðar sat hún í stjórnlagaráði. Hvað heitir hún?

9.  Í hvaða landi er borgin Lublin?

10.  Hvaða Nóbelsverðlaunahöfundur skrifaði m.a. bókina Töframaðurinn frá Lublin?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða heimsálfa er þetta?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Ermarsund. La Manche þýðir bókstaflega „ermi“.

2.  Oscar Wilde.

3.  Flyst til Ameríku.

4.  Ripp, Rapp og Rupp.

5.  Samnefndu fljóti.

6.  Lilli klifurmús.

7.  Tónskáld.

8.  Katrín Fjeldsted.

9.  Póllandi.

10.  Singer.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Katla María.

Á neðri myndinni er Afríka — aðeins á ská.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár