Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

903. spurningaþraut: „Dvel ég í draumahöll“

903. spurningaþraut: „Dvel ég í draumahöll“

Fyrri aukaspurning:

Árið 1981 kom þessi plata út á Íslandi. Hvað hét hin tólf ára gamla söngkona?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða hafsvæði er það sem Frakkar kalla „la Manche“?

2.  Frægur írskur rithöfundur var skömmu fyrir aldamótin 1900 dæmdur fyrir fangelsi fyrir ósiðsemi, það er að segja samkynhneigð. Hvað hét hann?

3.  Sænski rithöfundur Vilhelm Moberg (1898-1973) skrifaði margt en langfrægastur er hann fyrir fjögurra binda verk um sænska fjölskyldu í Smálöndum sem ... gerir hvað?

4.  Bræður þrír ganga undir ólíkum nöfnum í hinum ýmsu löndum. Í Hollandi heita þeir Kwik, Kwek and Kwak en í Þýskalandi Tick, Trick og Track. Hvað köllum við þá?

5.  Eftir hverju heitir bandaríska ríkið Mississippi?

6.  „Dvel ég í draumahöll / og dagana lofa. / Litlar mýs um löndin öll / liggja nú og sofa.“ Hver söng þetta?

7.  Jórunn Viðar lést 98 ára gömul 2017. Hún var listamaður, nánar tiltekið ... hvað?

8.  Dóttir Jórunnar fæddist 1946, varð vel metinn heimilislæknir og sat í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1982-1994. Hún sat svo á Alþingi 1999-2003. Síðar sat hún í stjórnlagaráði. Hvað heitir hún?

9.  Í hvaða landi er borgin Lublin?

10.  Hvaða Nóbelsverðlaunahöfundur skrifaði m.a. bókina Töframaðurinn frá Lublin?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða heimsálfa er þetta?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Ermarsund. La Manche þýðir bókstaflega „ermi“.

2.  Oscar Wilde.

3.  Flyst til Ameríku.

4.  Ripp, Rapp og Rupp.

5.  Samnefndu fljóti.

6.  Lilli klifurmús.

7.  Tónskáld.

8.  Katrín Fjeldsted.

9.  Póllandi.

10.  Singer.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Katla María.

Á neðri myndinni er Afríka — aðeins á ská.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár