Fyrri aukaspurning:
Hver er þessi söngkona?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða kona hefur setið lengst allra kvenna á Alþingi Íslendinga?
2. Sjostakovitsj var listamaður einn, rússneskur, sem þótti skarar fram úr við ... hvað?
3. Hvaða fjörður er milli Önundarfjarðar og Arnarfjarðar á Vestfjörðum?
4. Frá 1252 til 1533 var slegin í tiltekinni borg í Evrópu mynt sem kallaðist „flórína“ og náði mikilli útbreiðslu, enda úr góðu gulli. Í hvaða borg var flórína slegin?
5. Árið 2005 kom út skáldsagan Þriðja táknið eftir höfund sem hafði fram að því skrifað nokkrar bækur fyrir börn og unglinga. Þriðja táknið sló í gegn, sem og allar síðari bækur höfundar. Hver er höfundurinn?
6. Eystraltslöndin eru öll lítil nútildags, en fyrir nokkrum öldum var eitt þeirra stórveldi í Evrópu. Hvert þeirra var það?
7. Hver lék hörkutólið Hörpu í Verbúðinni?
8. Saladín var á sínum tíma leiðtogi múslima gegn ... hverjum?
9. Oft er litið á hann sem Araba, en Saladín var í rauninni ... hvað?
10. Aðeins einn listamaður hefur fengið hús að gjöf frá íslensku þjóðinni. Hver var það?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þessi rússneski kvikmyndaleikstjóri?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Jóhanna Sigurðardóttir.
2. Tónsmíðar.
3. Dýrafjörður.
4. Flórens á Ítalíu.
5. Yrsa Sigurðardóttir.
6. Litháen.
7. Nína Dögg Filippusdóttir.
8. Krossförum.
9. Kúrdi.
10. Kjarval.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Madonna.
Á neðri myndinni er Tarkovskí.
Athugasemdir