Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

895. spurningaþraut: Lét eftir mér eina spurning um Rómarkeisara hér!

895. spurningaþraut: Lét eftir mér eina spurning um Rómarkeisara hér!

Aukaspurning, sú hin fyrri:

Hér má sjá hjón nokkur einhvern tíma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hvað heita þau? Hafa verður bæði skírnarnöfn beggja og ættarnafnið rétt.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er breiðasti fjörður, flói, vík eða vogur á Íslandi?

2.  Þegar íslenskur ráðherra tók við völdum í landinu 1904 var lagt niður embætti æðsta embættismanns Dana hér á landi. Hvað kallaðist sá embættismaður?

3.  Og hver gegndi því síðastur manna?

4.  Nú í nóvember verður frumsýnd kvikmyndin The Fabelmans þar víðkunnur leikstjóri fjallar undir rós um sín eigin æskuár. Næsta mynd þessa leikstjóra á undan þessari var West Side Story (2021) en þar á undan Ready Player One (2018). Hann hefur líka gert myndir um Tinna, forsöguleg skrímsli, nasista, fornleifafræðinga og fleira. Hvað heitir hann?

5.  Á árunum 1811-1816 komu út fjórar skáldsögur um líf og samfélag á Englandi sem vöktu nokkra athygli en enginn vissi hver höfundurinn var, því ekkert nafn fylgdi bókunum. Eftir að höfundurinn lést 1817, aðeins 41 árs, komu bækurnar loks út undir réttu nafni og vinsældir þeirra jukust hröðum skrefum og eru nú tveim öldum síðar enn í hámarki. Hvað hét þessi höfundur?

6.  Þegar hún var aðeins þriggja ára lét faðir hennar hálshöggva móður hennar. Samt varð hún drottning og öllum kunn sem slík. Hvað hét hún?

7.  Þýsk stúlka varð keisaraynja í nágrannaríki, ruddi eiginmanni sínum úr vegi og tók sjálf öll völd í nágrannaríkinu. Hvað hét hún?

8.  Í hvaða landi er borgin Kraká?

9.  Hver var forseti Bandaríkjanna árið 1970?

10.  Rómverska keisaradæminu var komið á fáeinum áratugum fyrir upphaf tímatalsins. Margir rómverskir keisarar féllu fyrir morðingjahendi eða í innanlandsófriði, en hvaða keisari féll fyrstur í bardaga við útlenska óvini? Var það Caesar árið 44 f.Kr. — Nero árið 68 eftir Krist — Markús Árelíus árið 180 — Decius árið 251 — Konstantínus mikli árið 337?

***

Aukaspurning seinni:

Myndin sýnir bandaríska herþyrlu í merkilegu flugi nú í febrúar síðastliðnum. Hvað þótti fréttnæmt við þetta flug? — Og svo er Sómalíustig fyrir að vita hvað tegundin heitir.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Faxaflói. Hann er nokkrum tugum kílómetra breiðari en Breiðafjörður.

2.  Landshöfðingi.

3.  Magnús Stephensen.

4.  Spielberg.

5.  Jane Austen.

6.  Elísabet 1. Englandsdrottning.

7.  Katrín mikla.

8.  Póllandi.

9.  Nixon.

10.  Decius var það! Hann féll í orrustu við Gota.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru hjónin Mikhaíl og Raísa Gorbatsév.

Þyrlan á neðri myndinni er greinilega mannlaus, enda var það fréttnæmt við flugið — þetta var fyrsta mannlausa flug svo stórrar og öflugrar þyrlur. Og hún er af gerðinni Blawk Hawk. Tilvísunin til Sómalíu stafar af bíómyndinni Black Hawk Down frá 2001.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár