Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

895. spurningaþraut: Lét eftir mér eina spurning um Rómarkeisara hér!

895. spurningaþraut: Lét eftir mér eina spurning um Rómarkeisara hér!

Aukaspurning, sú hin fyrri:

Hér má sjá hjón nokkur einhvern tíma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hvað heita þau? Hafa verður bæði skírnarnöfn beggja og ættarnafnið rétt.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er breiðasti fjörður, flói, vík eða vogur á Íslandi?

2.  Þegar íslenskur ráðherra tók við völdum í landinu 1904 var lagt niður embætti æðsta embættismanns Dana hér á landi. Hvað kallaðist sá embættismaður?

3.  Og hver gegndi því síðastur manna?

4.  Nú í nóvember verður frumsýnd kvikmyndin The Fabelmans þar víðkunnur leikstjóri fjallar undir rós um sín eigin æskuár. Næsta mynd þessa leikstjóra á undan þessari var West Side Story (2021) en þar á undan Ready Player One (2018). Hann hefur líka gert myndir um Tinna, forsöguleg skrímsli, nasista, fornleifafræðinga og fleira. Hvað heitir hann?

5.  Á árunum 1811-1816 komu út fjórar skáldsögur um líf og samfélag á Englandi sem vöktu nokkra athygli en enginn vissi hver höfundurinn var, því ekkert nafn fylgdi bókunum. Eftir að höfundurinn lést 1817, aðeins 41 árs, komu bækurnar loks út undir réttu nafni og vinsældir þeirra jukust hröðum skrefum og eru nú tveim öldum síðar enn í hámarki. Hvað hét þessi höfundur?

6.  Þegar hún var aðeins þriggja ára lét faðir hennar hálshöggva móður hennar. Samt varð hún drottning og öllum kunn sem slík. Hvað hét hún?

7.  Þýsk stúlka varð keisaraynja í nágrannaríki, ruddi eiginmanni sínum úr vegi og tók sjálf öll völd í nágrannaríkinu. Hvað hét hún?

8.  Í hvaða landi er borgin Kraká?

9.  Hver var forseti Bandaríkjanna árið 1970?

10.  Rómverska keisaradæminu var komið á fáeinum áratugum fyrir upphaf tímatalsins. Margir rómverskir keisarar féllu fyrir morðingjahendi eða í innanlandsófriði, en hvaða keisari féll fyrstur í bardaga við útlenska óvini? Var það Caesar árið 44 f.Kr. — Nero árið 68 eftir Krist — Markús Árelíus árið 180 — Decius árið 251 — Konstantínus mikli árið 337?

***

Aukaspurning seinni:

Myndin sýnir bandaríska herþyrlu í merkilegu flugi nú í febrúar síðastliðnum. Hvað þótti fréttnæmt við þetta flug? — Og svo er Sómalíustig fyrir að vita hvað tegundin heitir.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Faxaflói. Hann er nokkrum tugum kílómetra breiðari en Breiðafjörður.

2.  Landshöfðingi.

3.  Magnús Stephensen.

4.  Spielberg.

5.  Jane Austen.

6.  Elísabet 1. Englandsdrottning.

7.  Katrín mikla.

8.  Póllandi.

9.  Nixon.

10.  Decius var það! Hann féll í orrustu við Gota.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru hjónin Mikhaíl og Raísa Gorbatsév.

Þyrlan á neðri myndinni er greinilega mannlaus, enda var það fréttnæmt við flugið — þetta var fyrsta mannlausa flug svo stórrar og öflugrar þyrlur. Og hún er af gerðinni Blawk Hawk. Tilvísunin til Sómalíu stafar af bíómyndinni Black Hawk Down frá 2001.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár