Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

895. spurningaþraut: Lét eftir mér eina spurning um Rómarkeisara hér!

895. spurningaþraut: Lét eftir mér eina spurning um Rómarkeisara hér!

Aukaspurning, sú hin fyrri:

Hér má sjá hjón nokkur einhvern tíma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hvað heita þau? Hafa verður bæði skírnarnöfn beggja og ættarnafnið rétt.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er breiðasti fjörður, flói, vík eða vogur á Íslandi?

2.  Þegar íslenskur ráðherra tók við völdum í landinu 1904 var lagt niður embætti æðsta embættismanns Dana hér á landi. Hvað kallaðist sá embættismaður?

3.  Og hver gegndi því síðastur manna?

4.  Nú í nóvember verður frumsýnd kvikmyndin The Fabelmans þar víðkunnur leikstjóri fjallar undir rós um sín eigin æskuár. Næsta mynd þessa leikstjóra á undan þessari var West Side Story (2021) en þar á undan Ready Player One (2018). Hann hefur líka gert myndir um Tinna, forsöguleg skrímsli, nasista, fornleifafræðinga og fleira. Hvað heitir hann?

5.  Á árunum 1811-1816 komu út fjórar skáldsögur um líf og samfélag á Englandi sem vöktu nokkra athygli en enginn vissi hver höfundurinn var, því ekkert nafn fylgdi bókunum. Eftir að höfundurinn lést 1817, aðeins 41 árs, komu bækurnar loks út undir réttu nafni og vinsældir þeirra jukust hröðum skrefum og eru nú tveim öldum síðar enn í hámarki. Hvað hét þessi höfundur?

6.  Þegar hún var aðeins þriggja ára lét faðir hennar hálshöggva móður hennar. Samt varð hún drottning og öllum kunn sem slík. Hvað hét hún?

7.  Þýsk stúlka varð keisaraynja í nágrannaríki, ruddi eiginmanni sínum úr vegi og tók sjálf öll völd í nágrannaríkinu. Hvað hét hún?

8.  Í hvaða landi er borgin Kraká?

9.  Hver var forseti Bandaríkjanna árið 1970?

10.  Rómverska keisaradæminu var komið á fáeinum áratugum fyrir upphaf tímatalsins. Margir rómverskir keisarar féllu fyrir morðingjahendi eða í innanlandsófriði, en hvaða keisari féll fyrstur í bardaga við útlenska óvini? Var það Caesar árið 44 f.Kr. — Nero árið 68 eftir Krist — Markús Árelíus árið 180 — Decius árið 251 — Konstantínus mikli árið 337?

***

Aukaspurning seinni:

Myndin sýnir bandaríska herþyrlu í merkilegu flugi nú í febrúar síðastliðnum. Hvað þótti fréttnæmt við þetta flug? — Og svo er Sómalíustig fyrir að vita hvað tegundin heitir.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Faxaflói. Hann er nokkrum tugum kílómetra breiðari en Breiðafjörður.

2.  Landshöfðingi.

3.  Magnús Stephensen.

4.  Spielberg.

5.  Jane Austen.

6.  Elísabet 1. Englandsdrottning.

7.  Katrín mikla.

8.  Póllandi.

9.  Nixon.

10.  Decius var það! Hann féll í orrustu við Gota.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru hjónin Mikhaíl og Raísa Gorbatsév.

Þyrlan á neðri myndinni er greinilega mannlaus, enda var það fréttnæmt við flugið — þetta var fyrsta mannlausa flug svo stórrar og öflugrar þyrlur. Og hún er af gerðinni Blawk Hawk. Tilvísunin til Sómalíu stafar af bíómyndinni Black Hawk Down frá 2001.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár