Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir hin gríðarvinsæla söngkona á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Skemmti- og veitingastaðurinn Vetrargarðurinn var rekinn á árunum 1946-1963 innan vébanda stærri skemmtigarðs í Reykjavík. Hvað nefndist sá skemmtigarður?
2. Og hvar í Reykjavík voru þessir staðir?
3. Hvað heitir sléttan milli Þistilfjarðar og Öxarfjarðar?
4. Og hvað þýðir orðið sem þessi slétta heitir eftir?
5. Að hvaða þremur ríkjum á Spánn landamæri á Pýreneaskaga - fyrir utan ákveðið yfirráðasvæði Breta?
6. Í hvaða mjög svo útbreiddu skáldsögu og sjónvarpsþáttum er fjallað um líf fólks í alræðisríkinu Gilead?
7. Í hvaða íþrótt var Tiger Woods betri en allir aðrir þegar hann var upp á sitt besta?
8. Hvaða hljómsveit flutti lagið „Ó Reykjavík, ó Reykjavík“ í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík (og víðar) um og upp úr 1980?
9. Ovis aries er latneskt fræðiheiti á alkunnri dýrategund sem fólk hér á Íslandi þekkir sem ... hvað?
10. Árið 1929 var tekinn grunnur húss í Reykjavík og næstu ár voru útveggir reistir. 1932 hætti hið opinbera að veita skattfé í bygginguna og þá stöðvuðust framkvæmdir til 1941, en þegar þær voru nýhafnar að nýju komu hernámsyfirvöld Breta og tóku húsið í sína þjónustu. Það var svo loks tekið í notkun 1950. Hvaða hús er þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Af hvaða tegund er þessi bíll?
***
Aðalspurningar:
1. Tívolí.
2. Í Vatnsmýrinni.
3. Melrakkaslétta.
4. Melrakki er refur.
5. Portúgal, Andorra og Frakklandi.
6. Saga þernunnar, The Handmaid's Tale.
7. Golfi.
8. Vonbrigði.
9. Kindur.
10. Þjóðleikhúsið.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er Celine Dion.
Á neðri mynd er Saab.
Athugasemdir