Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

894. spurningaþraut: „Ó Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg!“

894. spurningaþraut: „Ó Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg!“

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hin gríðarvinsæla söngkona á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Skemmti- og veitingastaðurinn Vetrargarðurinn var rekinn á árunum 1946-1963 innan vébanda stærri skemmtigarðs í Reykjavík. Hvað nefndist sá skemmtigarður?

2.  Og hvar í Reykjavík voru þessir staðir?

3.  Hvað heitir sléttan milli Þistilfjarðar og Öxarfjarðar?

4.  Og hvað þýðir orðið sem þessi slétta heitir eftir?

5.  Að hvaða þremur ríkjum á Spánn landamæri á Pýreneaskaga - fyrir utan ákveðið yfirráðasvæði Breta?

6.  Í hvaða mjög svo útbreiddu skáldsögu og sjónvarpsþáttum er fjallað um líf fólks í alræðisríkinu Gilead?

7.  Í hvaða íþrótt var Tiger Woods betri en allir aðrir þegar hann var upp á sitt besta?

8.  Hvaða hljómsveit flutti lagið „Ó Reykjavík, ó Reykjavík“ í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík (og víðar) um og upp úr 1980?

9.  Ovis aries er latneskt fræðiheiti á alkunnri dýrategund sem fólk hér á Íslandi þekkir sem ... hvað?

10.  Árið 1929 var tekinn grunnur húss í Reykjavík og næstu ár voru útveggir reistir. 1932 hætti hið opinbera að veita skattfé í bygginguna og þá stöðvuðust framkvæmdir til 1941, en þegar þær voru nýhafnar að nýju komu hernámsyfirvöld Breta og tóku húsið í sína þjónustu. Það var svo loks tekið í notkun 1950. Hvaða hús er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Af hvaða tegund er þessi bíll?

***

Aðalspurningar:

1.  Tívolí.

2.  Í Vatnsmýrinni.

3.  Melrakkaslétta.

4.  Melrakki er refur.

5.  Portúgal, Andorra og Frakklandi.

6.  Saga þernunnar, The Handmaid's Tale.

7.  Golfi.

8.  Vonbrigði. 

9.  Kindur.

10.  Þjóðleikhúsið.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er Celine Dion.

Á neðri mynd er Saab.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár