Fyrri aukaspurning:
Um hverja fjallaði sú sjónvarpsþáttaröð þar sem þessi glaðlega sól birtist öðruhvoru?
***
Aðalspurningar:
1. Arnold Schwarzenegger var um tíma ríkisstjóri í ... hvaða ríki Bandaríkjanna?
2. En frá hvaða landi var hann upphaflega?
3. Morðingi nokkur á að hafa sagt: „Nú eru sólarlitlir dagar, bræður“ þótt flennisólskin væri. Þótti það merki um hve dimmur væri hugur hans. Hvað hét hann?
4. Í nágrenni við hvaða borg er Versalahöll?
5. Hvað er suðumark vatns við venjulegar aðstæður?
6. Í mars 1985 var Grigory nokkur Romanov meðal þeirra sem komu til mála í ákaflega ábyrgðarmikið starf, en keppinautur hans skaut honum ref fyrir rass og fékk starfið. Afleiðingin varð sú að Romanov féll í gleymskunnar dá en keppinautur hans fór með himinskautum næstu árin. Hvað hét þessi keppinautur?
7. Charles Darwin fór á ofanverðri 19. öld í siglingu um heiminn. Hvað hét skipið sem hann sigldi á.
8. Hvaða kenningu setti Darwin fram í lok siglingar sinnar?
9. Hver skrifaði bókina Á Skipalóni sem hafði að geyma smásögur sem voru byggðar á æskuárum höfundar á ofanverðri 19. öld?
10. Hvað heitir refurinn í Hálsaskógi?
***
Aukaspurning sú hin síðari:
Þessar tvær leikkonur léku aðalhlutverkin í leiksýningu sem Þjóðleikhúsið setti upp snemma árs eftir frægri skáldsagnaröð. Hvað hét sýningin?
Svo er lárviðarstig fyrir að hafa nöfnin á þeim báðum rétt!
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kaliforníu.
2. Austurríki.
3. Axlar-Björn.
4. París.
5. 100 gráður á Selsíus.
6. Mikhaíl Gorbatsjev.
7. Beagle.
8. Þróunarkenninguna.
9. Nonni, Jón Sveinsson.
10. Mikki.
***
Aukaspurningasvörin!
Sólin á efri myndinni er úr þáttunum um Stubbana eða Teletubbies.
Leikkonurnar Unnur Ösp og Vigdís Hrefna léku í Framúrskarandi vinkonu.
Athugasemdir